Innlent

Starfshópur skoðar heimanám yngstu grunnskólanema

Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er formaður menntasviðs.
Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, er formaður menntasviðs.

Menntaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að skipa starfshóp til þess að skoða heimanám nemenda í grunnskólum borgarinnar, sérstaklega yngstu barnanna.

Á hópurinn að vinna tillögur á grundvelli könnunar sem menntasvið gerði á því hvernig skólar hafa nýtt svokallaða viðbótarstund í öðrum til fjórða bekk. Þeirri stund var ætlað að gefa kost á heimanámi í skólanum undir handleiðslu kennara en nú nýta flestir skólar hana í almenna kennslu og í list- og verkgreinakennslu.

Skiptar skoðanir eru meðal forleda og kennara hvort vinnudagur yngstu nemenda grunnskólans sé of langur og hvort heimanám eigi rétt á sér og á starfshópurinn að skoða málið með því að ræða við báða aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×