Innlent

Björgunarsveitamenn stóðu í ströngu í nótt

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna fimm foktilvika í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt. Þakplötur voru farnar að losna af húsum og klæðning að flettast af veggjum, en með harðfylgi tókst björgunarmönnum að koma í veg fyrir fok og að frekara tjón hlytist af. Heill skúr var líka lagður af sað, björgunarmen stöðvuðu frekara ferðalag hans.-

Ökumaður slapp ómeiddur þegar bíll hans valt út af Suðurlandsvegi á Hellilsheiði í nótt þegar hann missti stjórn á honum í mikilli vindhviðu. Annar ökumaðaur slapp lítið meiddur þegar bíll hans fauk út af veginu undir Hafnarfjalli í gærkvöldi, en ekki er vitað um önnur slys eða óhöpp vegna veðursins, sem nú gengur yfir landið. Fiskiskipaflotinn er að mestu í höfn og sum stóru skipin, sem eru úti, liggja í vari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×