Innlent

Herjólfur bilaður

Upp er komin bilun í ferjunni Herjólfi. Hann fer í slipp vegna þessa eftir morgunferð sína á þriðjudag og er áætlað að viðgerðir taki tvo sólarhringa. Ferðir til og frá Eyjum falla niður á meðan.

Að sögn Guðmundar Nikulássonar hjá Eimskip er vonast til að viðgerðin taki skamman tíma svo að Eyjamenn verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×