Innlent

Farið að slá á þensluna í verktakageiranum?

Hæsta boð í nýbyggingu hringvegarins um botn Hrútafjarðar var um það bil tvöfalt hærra en það lægsta. Það var töluvert undir kostnaðaráætlun en slík tilboð hafa ekki borist síðan þenslutímabilið hófst.

Þetta kom í ljós þegar tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Skagfirskir verktakar á Sauðárkróki áttu lægsta tilboðið sem var upp á 163 milljónir, eða aðeins 75 prósent af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Háfell í Reykjavík bauð hæst, eða rúmar 320 milljónir, sem er langt yfir kostnaðaráætlun.

Vegna þenslu í þjóðfélaginu er langt síðan Vegagerðinni hefur borist tilboð langt undri kostnaðaráætlun eins og nú gerðist. Í verktakageiranum er þetta túlkað svo að farið sé að slá á þennsluna og að verktakafyrirtæki fari að skorta verkefni. Einnig að hjöðnunin komi fyrr fram á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×