Innlent

Ekkert lát á síldaveiðum í Grundarfirði

Gissur Sigurðsson skrifar
Síldin mokveiðist í Grundarfirði.
Síldin mokveiðist í Grundarfirði.
Ekkert lát er á síldveiðunum í Grundarfirði og eru þrjú síldveiðiskip HB Granda að verða búin með kvóta sína og önnur langt komin. Þótt veiðarnar hafi verið stundaðar af kappi við bæjardyr Grundfirðinga höfðu þeir engan skerf fengið af þessu síldarævintýri þar til í fyrakvöld, að Vilhelm Þorsteinsson EA landaði þar 600 tonnum af frystum síldarflökum, sem vistuð voru í glæ nýju frystihóteli við Grundarfjarðarhöfn. Að lokinni löndun var skipið ekki nema tíu mínútur á miðin aftur.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×