Innlent

Flutningaskipið Axel komið til Akureyrar

Gissur Sigurðsson skrifar
Liðsmenn Landhelgisgæslunnar
Liðsmenn Landhelgisgæslunnar
Flutningaskipið Axel, sem strandaði utan við Höfn í Hornafirði á þriðjudagsmorgun, kom til Akureyrar um klukkan þjú í nótt í fylgd varðskips og verður tekið þar í slipp til viðgerðar. Fjórir varðskipsmenn voru sendir um borð í skipið síðdegis í gær og voru um borð þartil skipið kom til hafnar. Bæði var það vegna þess að skipið var laskað og lak lítilsháttar, og svo er ljóst að yfirvélstjóri, sem er rússneskur, hafði óhlýðnast íslenska skipstjóranum.Varðskipsmenn áttu því að tryggja örugga siglingu til hafnar. Þeir fóru aftur yfir í varðskipið þegar komið var til Akureyrar, en ekki er búið að ákveða hvenær sjópróf verða haldin vegna málsins.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×