Innlent

Sendiráðsstarfsmaður vill engu svara

Aron Pálmi Ágústsson
Aron Pálmi Ágústsson

Arnar B. Sigurðsson, sendiráðsstarfsmaðurinn sem Aron Pálmi Ágústsson segir að hafi haft í hótunum við sig, vildi ekkert tjá sig um samskipti sín við Aron Pálma þegar Vísir náði tali af honum í kvöld.

Arnar benti þess í stað á upplýsingafulltrúa sendiráðs Bandaríkjanna, Sigríði Þorsteinsdóttur. Hún vildi heldur ekki tjá sig um málið, sagði sendiráðið búið að svara því sem það ætlaði að svara.

Eins og frá var greint í fréttum Stöðvar 2 í kvöld segir Aron Pálmi Ágústsson íslenskan starfsmann bandaríska sendiráðsins hafi á föstudagskvöldi fyrir rúmum mánuði komið að honum í miðbæ Reykjavíkur og haft í hótunum við sig. Hann hafi sagst hafa það verk með höndum að hafa auga með Aroni Pálma hér á landi og hann varaði hann við því að stíga fæti inn í bandaríska sendiráðið. Ef hann gerði það myndi maðurinn sjá til þess að hann yrði handtekinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×