Innlent

Vill að ráðherra reki smiðshöggið á samninga við Microsoft

Andri Ólafsson skrifar
Halldór Jörgenson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
Halldór Jörgenson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi

Halldór Jörgenson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir að Íslendingar séu sofandi á verðinum í samkeppninni um að fá netþjónabú bandaríska hugbúnaðarrisans reist hér á landi. Hann kallar eftir aðkomu viðskipta og, eða iðnaðarráðherra í málið til að landa samningum.

Að sögn Halldórs þykir Microsoft Ísland vera álitlegur kostur fyrir nýtt netþjónabú. En fleiri eru um hituna. Forsvarsmenn Microsoft voru til að mynda nýlega í Síberíu og áttu þar viðræður við stjórnvöld um möguleikann á að reisa netþjónabú í grennd við Irkutks, eina af stærstu borgum héraðsins.

Halldór segir þetta til marks um þá hörðu samkeppni sem ríki um að landa samningum við Microsoft og leggur áherslu á að til þess að Ísland geti orðið fyrir valinu sé mikilvægt að stjórnvöld sýni frumkvæði í málinu.

"Það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu. En það vantar bara að reka smiðshöggið á þetta. Ég er að vonast til þess að annað hvort viðskiptaráðherra eða iðnaðarráðherra stígi fram og geri það," segir Halldór Jörgenson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×