Innlent

Stækkun á Grundartanga lokið

MYND/Jón Sigurður

Norðurál á Grundartanga hefur lokið stækkun álvers síns og er framleiðslugeta þess nú 260 þúsund tonn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá móðurfélagi Norðuráls, Century Aluminum, til erlendra fjölmiðla.

Fram kemur í tilkynningunni að framleiðslugetan hafi aukist úr 90 þúsund tonnum í 220 þúsund tonn í október í fyrra en nú haust hefur framleiðslugetan verið aukin um 40 þúsund tonn til viðbótar.

Logan W. Kruger, stjórnarformaður Century Aluminum, segir í tilkynningunni að framleiðslan hafi nær þrefaldast á Grundartanga á þremur árum og að tíma- og fjárhagsáætlanir vegna stækkunarinnar hafi staðist. Þakkar hann sveitarstjórnum og stjórnvöldum á Íslandi stuðninginn og sömuleiðis Hitaveitu Suðurnesja, Orkuveitunni og Landsvirkjun, en fyrirtækin útvega orku fyrir álverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×