Innlent

Um 430 óku of hratt á Sæbraut

MYND/Hari

Sjö prósent þeirra ökumanna sem óku eftir Sæbraut yfir gatnamótin við Langholtsveg á 20 klukkustundum í gær reyndust aka of hratt.

Alls voru brot nærri 430 ökumanna mynduð á gatnamótunum en á þessum 20 klukkustundum fóru rúmlega sex þúsund bílar um gatnamótin. Til samanburðar óku átta prósent ökumanna of hratt á þessum gatnamótum síðast þegar lögreglan var þar við mælingar.

Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 75 kílómetrar á klukkustund sem er ámóta niðurstaða og fékkst við síðustu mælingu. Að þessu sinni voru 62 ökutæki mynduð á 80 kílómetra hraða eða meira en sá sem hraðast ók var á 99. Þarna er 60 kílómetra hámarkshraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×