Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar, LN-OBX, kom til Reykavíkur í dag eftir flug frá Förde í Noregi. Vélin er af gerðinni Super Puma AS332c.
Vélin fór frá Noregi í gær en upphaflega átti hún að fara frá Noregi á fimmtudaginn. Fresta þurfti brottför vegna veðurs.
Vélin millilenti á Hjaltlandseyjum og í Færeyjum í gær þar sem Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands, tók á móti áhöfninni. Ferðinni var síðan haldið áfram í morgun en til Reykjavíkur kom vélin klukkan hálf fjögur í dag. Vélinni er ætlað að taka við hlutverki TF-Sif sem brotlenti í Straumsvík í sumar.