Innlent

Kastljós undrast athugasemdir saksóknara

Þórhallur Gunnarsson er ritstjóri Kastljóss.
Þórhallur Gunnarsson er ritstjóri Kastljóss.

„Kastljós lýsir undrun sinni á viðbrögðum saksóknara efnhagsbrota við umfjölluninni. Orð hans sjálfs í umfjölluninni styðja efnisatriði hennar. Umfjöllunin byggðist auk þess á gögnum frá Efnahagsbrotadeildinni sjálfri," segir í orðsendingu sem ritstjórn Kastljóss hefur sent frá sér vegna athugasemdar Helga Magnússonar, saksóknara efnahagsbrotamála.

Helgi Magnússon sendi frá sér greinargerð vegna fréttaskýringar sem birtist í Kastljósinu á miðvikudagskvöld fyrir hálfum mánuði. Telur hann umfjöllunin einhliða og villandi.

Í þættinum var fjallað um tafir á rannsókn mála hjá efnahagsbrotadeild. Helgi segir að fréttaskýring þessi hafi verið mjög einhliða og villandi. Í Kastljósinu var meðal annars greint frá 19 málum sem drógust svo lengi í meðförum deildarinnar að það leiddi til þess að menn sluppu við fangelsisvist eða að dómar yfir þeim voru mildaðir.

Þessu mótmælir Helgi og segir að viðkomandi fréttamanni hafi verið gerð grein fyrir því að í mörgum þessara tilfella hefði ekki verið um mildun refsingar að ræða. Af þessum 19 málum voru 10 skattsvikamál og nefnir Helgi að undantekningalítið sé fangelsisrefsign í þeim málum skilorðbundin. Raunveruleg áhrifa tafa á refsingu hafi aðeins orðið í einu af þessum tíu málum.

Orðsendingu frá Kastljósi má lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×