Tryggja verður stöðu íslenskunnar í stjórnarskrá 9. nóvember 2007 16:10 200 afmælis Jónasar Hallgrímssonar þjóðskálds verður minnst í næstu viku á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Íslensk málnefnd telur mjög brýnt að staða íslenskrar tungu verði tryggð í stjórnarskránni og telur mikilvægt að Íslendingar sofni ekki á verðinum gagnvart tungunni. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar um stöðu tungunnar fyrir árið 2007. Íslensk málnefnd á samkvæmt lögum að álykta árlega um tunguna. Í ályktun þessa árs er bent á að staða íslenskrar tungu sér sterk í samfélaginu. Um það vitni meðal annars ört vaxandi bókaútgáfa, aukinn dagblaðalestur og gróska í vefskrifum á íslensku. Nefndin segir þó að það veiki óneitanlega stöðu þjóðtungunnar að hvergi sé kveðið á um að íslenska sé mál lýðveldisins. Því þurfi að breyta. Þá bendir nefndin á að enskan skipi æ stærri sess hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum og að þeirri hugmynd hafi verið hreyft að auka notkun ensku í íslenskri stjórnsýslu til hagsbóta fyrir viðskiptalífið. Hvetur nefndin forráðamenn fyrirtækjanna til þess að bjóða erlendum starfsmönnum sínum fremur upp á vandaða íslenskukennslu í vinnutíma. Slíkt ætti að vera sjálfsagður þáttur í þjálfun nýrra starfsmanna. Nefndin leggur enn fremur áherslu á að mikilvægt sé að meginþorri starfsmanna leikskóla og grunnskóla hafi íslensku að móðurmáli. Tímabilið frá fæðingu fram að kynþroska sé aðalmáltökuskeið barna og góðar málfyrirmyndir á þessu tímabili séu nauðsynleg forsenda þess að þau nái tökum á íslensku. Þá telur nefndin óþarft að taka upp námsbrautir í framhaldsskólum þar sem kennt er á annarri tungu en íslensku. Traust þekking á móðurmálinu sé besti grunnurinn undir frekara málanám og störf á alþjóðlegum vettvangi. Íslensk málnefnd hvetur enn fremur háskóla til að tryggja stöðu tungunnar í fræðasamfélaginu, meðal annars með því að kenna fyrst og fremst á íslensku. Þá þurfi stjórnvöld að efla íslenskukennslu fyri útlendinga. Jafnframt hvetur nefndin allan almenning til að sýna erlendum starfsmönnum íslenskra fyrirtækja jákvætt viðmót og efla þá í viðleitni sinni til að læra íslensku. Málefndin telur íslensku hafa alla burði til þess að verða samskiptamálið í fjölmenningarsamfélaginu á Íslandi og að því ættu allir að stefna. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Íslensk málnefnd telur mjög brýnt að staða íslenskrar tungu verði tryggð í stjórnarskránni og telur mikilvægt að Íslendingar sofni ekki á verðinum gagnvart tungunni. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar um stöðu tungunnar fyrir árið 2007. Íslensk málnefnd á samkvæmt lögum að álykta árlega um tunguna. Í ályktun þessa árs er bent á að staða íslenskrar tungu sér sterk í samfélaginu. Um það vitni meðal annars ört vaxandi bókaútgáfa, aukinn dagblaðalestur og gróska í vefskrifum á íslensku. Nefndin segir þó að það veiki óneitanlega stöðu þjóðtungunnar að hvergi sé kveðið á um að íslenska sé mál lýðveldisins. Því þurfi að breyta. Þá bendir nefndin á að enskan skipi æ stærri sess hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum og að þeirri hugmynd hafi verið hreyft að auka notkun ensku í íslenskri stjórnsýslu til hagsbóta fyrir viðskiptalífið. Hvetur nefndin forráðamenn fyrirtækjanna til þess að bjóða erlendum starfsmönnum sínum fremur upp á vandaða íslenskukennslu í vinnutíma. Slíkt ætti að vera sjálfsagður þáttur í þjálfun nýrra starfsmanna. Nefndin leggur enn fremur áherslu á að mikilvægt sé að meginþorri starfsmanna leikskóla og grunnskóla hafi íslensku að móðurmáli. Tímabilið frá fæðingu fram að kynþroska sé aðalmáltökuskeið barna og góðar málfyrirmyndir á þessu tímabili séu nauðsynleg forsenda þess að þau nái tökum á íslensku. Þá telur nefndin óþarft að taka upp námsbrautir í framhaldsskólum þar sem kennt er á annarri tungu en íslensku. Traust þekking á móðurmálinu sé besti grunnurinn undir frekara málanám og störf á alþjóðlegum vettvangi. Íslensk málnefnd hvetur enn fremur háskóla til að tryggja stöðu tungunnar í fræðasamfélaginu, meðal annars með því að kenna fyrst og fremst á íslensku. Þá þurfi stjórnvöld að efla íslenskukennslu fyri útlendinga. Jafnframt hvetur nefndin allan almenning til að sýna erlendum starfsmönnum íslenskra fyrirtækja jákvætt viðmót og efla þá í viðleitni sinni til að læra íslensku. Málefndin telur íslensku hafa alla burði til þess að verða samskiptamálið í fjölmenningarsamfélaginu á Íslandi og að því ættu allir að stefna.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira