Leigubílstjóri: Leigubílstjórar nenna ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Gunnar Valþórsson skrifar 8. nóvember 2007 11:28 Leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. MYND/Vilhelm Það er bull og vitleysa að leigubílstjórar þori ekki í miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna ástandsins þar, eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra sagði í gær á Alþingi. Staðreyndin er sú að leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. Þetta segir Lúðvík Friðriksson, leigubílstjóri hjá Hreyfli sem segist vera orðinn langþreyttur á umræðunni um ástandið í miðbænum. „Ég veit ekki hvað menn ættu að vera hræddir við. Ég hef keyrt leigubíl í átta ár og lendi aldrei í vandræðum í miðbænum á nóttinni," segir Lúðvík og bætir því við að hann lenti miklu frekar í vandræðum með kúnna í úthverfum borgarinnar. „Ég held að þeir sem tala hæst um slæmt ástand í miðbænum viti einfaldlega ekkert hvað gerist á götunni." Lúðvík segir leigubílstjóra einfaldlega vera mannlega og þeir séu ekkert öðruvísi en annað fólk með það að þeir vilji helst ekki vinna næturvinnu um helgar ef þeir komast hjá því. „Ég keyri reyndar allar helgar því ég vil þjónusta þetta fólk. Flestir hugsa þetta hins vegar þannig að ef þeir þurfa ekki að keyra um helgar þá sleppa þeir því bara." Þá segir Lúðvík að gott atvinnuástand geri það að verkum að erfiðlega gangi að fá menn í afleysingar á bílana um helgar þannig að færri bílar séu á ferðinni. Að sögn Lúðvíks gera menn þó allt of mikið úr þessum meinta skorti á leigubílum í miðbænum. „Það myndast auðvitað álagspunktur en hann stendur tiltölulega stutt yfir. Röðin sem myndast er yfirleitt bara á aðfaranótt sunnudagsins og stendur þá frá þrjú til svona sex. En þetta er ekkert óeðlilegt. Það eru raðir í Ríkinu á föstudögum og traffíkin á götunum eykst líka á föstudagseftirmiðdögum. Ætla Kristján Möller og félagar á Alþingi að tvöfalda göturnar í Reykjavík til þess að koma í veg fyrir það?" Til skamms tíma voru verðir í leigubílaröðinni í Lækjargötu og Lúðvík segir að það hafi verið til bóta. Þeir hafi haldið röð og reglu á fólkinu sem beið eftir bíl í misgóðu ástandi. „En þessum strákum voru auðvitað borguð lúsarlaun þannig að þetta gekk ekki til lengdar. Það verður að borga mönnum sæmilega svo þeir nenni í svona vinnu." Lúðvík segir hugmyndir um að fjölga leigubílaleyfum um helgar einnig mjög varhugaverðar. Það myndi bara þýða að fleiri væru um hituna og þá myndi enn frekar draga úr líkum á því að menn nenni í bæinn á nóttunni. Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og á nóttunni vegna ástandsins þar að sögn Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra. Þetta kom fram í svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7. nóvember 2007 16:43 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Það er bull og vitleysa að leigubílstjórar þori ekki í miðbæ Reykjavíkur um helgar vegna ástandsins þar, eins og Kristján L. Möller, samgönguráðherra sagði í gær á Alþingi. Staðreyndin er sú að leigubílstjórar nenna ekki í miðbæinn um helgar. Þetta segir Lúðvík Friðriksson, leigubílstjóri hjá Hreyfli sem segist vera orðinn langþreyttur á umræðunni um ástandið í miðbænum. „Ég veit ekki hvað menn ættu að vera hræddir við. Ég hef keyrt leigubíl í átta ár og lendi aldrei í vandræðum í miðbænum á nóttinni," segir Lúðvík og bætir því við að hann lenti miklu frekar í vandræðum með kúnna í úthverfum borgarinnar. „Ég held að þeir sem tala hæst um slæmt ástand í miðbænum viti einfaldlega ekkert hvað gerist á götunni." Lúðvík segir leigubílstjóra einfaldlega vera mannlega og þeir séu ekkert öðruvísi en annað fólk með það að þeir vilji helst ekki vinna næturvinnu um helgar ef þeir komast hjá því. „Ég keyri reyndar allar helgar því ég vil þjónusta þetta fólk. Flestir hugsa þetta hins vegar þannig að ef þeir þurfa ekki að keyra um helgar þá sleppa þeir því bara." Þá segir Lúðvík að gott atvinnuástand geri það að verkum að erfiðlega gangi að fá menn í afleysingar á bílana um helgar þannig að færri bílar séu á ferðinni. Að sögn Lúðvíks gera menn þó allt of mikið úr þessum meinta skorti á leigubílum í miðbænum. „Það myndast auðvitað álagspunktur en hann stendur tiltölulega stutt yfir. Röðin sem myndast er yfirleitt bara á aðfaranótt sunnudagsins og stendur þá frá þrjú til svona sex. En þetta er ekkert óeðlilegt. Það eru raðir í Ríkinu á föstudögum og traffíkin á götunum eykst líka á föstudagseftirmiðdögum. Ætla Kristján Möller og félagar á Alþingi að tvöfalda göturnar í Reykjavík til þess að koma í veg fyrir það?" Til skamms tíma voru verðir í leigubílaröðinni í Lækjargötu og Lúðvík segir að það hafi verið til bóta. Þeir hafi haldið röð og reglu á fólkinu sem beið eftir bíl í misgóðu ástandi. „En þessum strákum voru auðvitað borguð lúsarlaun þannig að þetta gekk ekki til lengdar. Það verður að borga mönnum sæmilega svo þeir nenni í svona vinnu." Lúðvík segir hugmyndir um að fjölga leigubílaleyfum um helgar einnig mjög varhugaverðar. Það myndi bara þýða að fleiri væru um hituna og þá myndi enn frekar draga úr líkum á því að menn nenni í bæinn á nóttunni.
Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og á nóttunni vegna ástandsins þar að sögn Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra. Þetta kom fram í svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7. nóvember 2007 16:43 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Samgönguráðherra: Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur Leigubílstjórar þora ekki að vera í miðbæ Reykjavíkur um helgar og á nóttunni vegna ástandsins þar að sögn Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra. Þetta kom fram í svari ráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 7. nóvember 2007 16:43