Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók alls fjórtán ökumenn fyrir ölvunarakstur um síðustu helgi. Í öllum tilvikum var um að ræða karlmenn á aldrinum 22 til 47 ára.
Einn var stöðvaður á föstudagskvöldið, fimm á laugardag, sjö á sunnudag og einn í fyrrinótt. Flestir voru teknir í Reykjavík eða alls tíu. Þá voru tveir teknir í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn í Mosfellsbæ.
Ennfremur tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fimm ökumenn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna um helgina. Um var að ræða fjóra karla á aldrinum 17 til 24 ára og eina konu á þrítugsaldri.