Enski boltinn

Souness líklegastur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Graeme Souness.
Graeme Souness.

Graeme Souness er talinn líklegastur til að verða næsti knattspyrnustjóri Wigan. Chris Hutchings var látinn taka pokann sinn í morgun og hafa enskir fjölmiðlar mikið velt sér upp úr því hver sé líklegur til að taka við stjórnartaumunum.

„Hann ætti að vera kjörinn í þetta starf. Hann er með gríðarlega reynslu og er laus. Wigan þarf að taka ákvörðun sem fyrst, félagið er í kapphlaupi við tímann enda þarf það að komast upp úr fallslagnum," sagði sérfræðingur Sky.

Stjórn Wigan segir að þrátt fyrir að Huthings hafi verið rekinn í morgun þá sé engin örvænting gripin um sig hjá félaginu. Wigan situr í þriðja neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×