Sveitarfélög sýni samstöðu í kjaramálum 5. nóvember 2007 12:39 MYND/Heiða Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir samstöðu sveitarfélaga í kjaramálum mikilvægari en flest annað, ekki síst nú þegar mikil þensla er í atvinnulíifnu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Þetta kom fram í ræðu hans á fjármálaráðstefnu sambandsins sem hófst í morgun. Halldór benti á að sveitarfélögin gegndu ábyrgðarmiklu hlutverki í þjóðfélaginu á ýmsum sviðum, þar á meðal í vinnuveitendamálum. Kjara- og starfsmannamál væru vandmeðfarin og á þeim eru margir fletir, ekki síst nú þegar mikil þensla væri í atvinnulífinu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Vill endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga Benti Halldór á að ríkissjóður hefði á undanförnum árum verið rekinn með myndarlegum tekjuafgangi en sama mætti ekki segja um sveitarfélögin sem mörg hver glímdu við miklar skuldir. Benti hann á að sveitarfélögin hefðu farið fram á hlutdeild í fjármagnstekjuskatti en því hefði ríkisstjórnin tekið fálega. Hins vegar hefði kveðið við annan tón í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Þar hefði Jóhanna sagt að sveitarfélögin hefðu ýmislegt til síns máls varðandi kröfu um hlutdeild í tekjuskatti. Sagði Halldór að með vísan til þessara orða hlytu sveitarfélögin að vænta þess að hafin yrði vinna við endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna. „Ekki stendur á okkur að hefja þá vinnu," sagði Halldór. Þá benti hann á að tekjustofnar sveitarfélaga væri settir með lögum en að samræmi yrði að vera á milli tekna og lögskyldra og venjubundinna verkefna sveitarfélaganna. „Sú hefur ekki verið reyndin undanfarin ár eins og fram kemur í hallarekstri og skuldasöfnun sveitarfélaganna. Forsvarsmenn löggjafar- og ríkisvalds geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd. Við ætlumst til þess að nýskipað Alþingi og ný ríkisstjórn taki á þessum málum," sagði Halldór. Halldór benti jafnframt á að sveitarfélögin yrðu að gæta aðhalds og útsjónarsemi í meðferð fjármuna. Þau þyrftu að sýna staðfestu og koma íbúunum í skilning um að ekki væri mögulegt að gera allt fyrir alla og allt í einu. Orku- og veitufyrirtæki þjóni almenningi Halldór vék jafnframt að orkumálum og sagði að sveitarfélögin ættu mörg hver öflug orku- og veitufyrirtæki. Þar hefði byggst upp mikil þekking sem reynt væri að nýta til útflutnings. Sveitarstjórnarmenn mættu þó ekki gleyma því að fyrst og fremst væru þessi verðmiklu fyrirtæki byggð upp til að þjóna almenningi hér heima. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir samstöðu sveitarfélaga í kjaramálum mikilvægari en flest annað, ekki síst nú þegar mikil þensla er í atvinnulíifnu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Þetta kom fram í ræðu hans á fjármálaráðstefnu sambandsins sem hófst í morgun. Halldór benti á að sveitarfélögin gegndu ábyrgðarmiklu hlutverki í þjóðfélaginu á ýmsum sviðum, þar á meðal í vinnuveitendamálum. Kjara- og starfsmannamál væru vandmeðfarin og á þeim eru margir fletir, ekki síst nú þegar mikil þensla væri í atvinnulífinu í sumum landshlutum en öðrum ekki. Vill endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga Benti Halldór á að ríkissjóður hefði á undanförnum árum verið rekinn með myndarlegum tekjuafgangi en sama mætti ekki segja um sveitarfélögin sem mörg hver glímdu við miklar skuldir. Benti hann á að sveitarfélögin hefðu farið fram á hlutdeild í fjármagnstekjuskatti en því hefði ríkisstjórnin tekið fálega. Hins vegar hefði kveðið við annan tón í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Þar hefði Jóhanna sagt að sveitarfélögin hefðu ýmislegt til síns máls varðandi kröfu um hlutdeild í tekjuskatti. Sagði Halldór að með vísan til þessara orða hlytu sveitarfélögin að vænta þess að hafin yrði vinna við endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaganna. „Ekki stendur á okkur að hefja þá vinnu," sagði Halldór. Þá benti hann á að tekjustofnar sveitarfélaga væri settir með lögum en að samræmi yrði að vera á milli tekna og lögskyldra og venjubundinna verkefna sveitarfélaganna. „Sú hefur ekki verið reyndin undanfarin ár eins og fram kemur í hallarekstri og skuldasöfnun sveitarfélaganna. Forsvarsmenn löggjafar- og ríkisvalds geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd. Við ætlumst til þess að nýskipað Alþingi og ný ríkisstjórn taki á þessum málum," sagði Halldór. Halldór benti jafnframt á að sveitarfélögin yrðu að gæta aðhalds og útsjónarsemi í meðferð fjármuna. Þau þyrftu að sýna staðfestu og koma íbúunum í skilning um að ekki væri mögulegt að gera allt fyrir alla og allt í einu. Orku- og veitufyrirtæki þjóni almenningi Halldór vék jafnframt að orkumálum og sagði að sveitarfélögin ættu mörg hver öflug orku- og veitufyrirtæki. Þar hefði byggst upp mikil þekking sem reynt væri að nýta til útflutnings. Sveitarstjórnarmenn mættu þó ekki gleyma því að fyrst og fremst væru þessi verðmiklu fyrirtæki byggð upp til að þjóna almenningi hér heima.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira