Áfengisfrumvarpið virðist fá lítinn hljómgrunn á þingi 5. nóvember 2007 12:39 MYND/Hörður Vísir hefur kannað afstöðu þingmanna til frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar og fleiri þingmanna sem lögleiðir sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Aðeins 28 þingmenn af 63 sáu sér fært að svara fyrirspurninni og þar af vildu tveir þeirra ekki opinbera afstöðu sína. Flestir þeirra sem svöruðu eru á móti hugmyndinni og raunar er enginn þeirra fylgjandi frumvarpinu án þess að vera meðflutningsmaður þess. 18 þingmenn úr öllum flokkum svöruðu fyrirspurn Vísis á þá leið að þeir væru andvígir frumvarpinu. Þá hefur andstaða kemur andstaða þeirra Sturlu Böðvarssonar og Bjargar Guðjónsdóttur, Sjálfstæðisflokki, fram í svari þeirra við sömu spurningu sem Heimdallur lagði fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. 17 þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins og verður afstaða þeirra að teljast ljós. Þá er afstaða heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ljós, en hann hefur lýst stuðningi við málið. Þá hefur komið fram annarsstaðar að sjálfstæðisþingmennirnir Kjartan Ólafsson og Herdís Þórðardóttir eru fylgjandi málinu. Tveir þingmenn neituðu að gefa upp afstöðu sína til málsins. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði að afstaða sín kæmi í ljós þegar, og ef, atkvæðagreiðsla fer fram um frumvarpið. Kolbrún Halldórsdóttir, VG, sagðist hafa slæma reynslu af því þegar blaðamenn reyni að „knýja fram atkvæðagreiðslu um umdeild mál á Alþingi." Hún segist því vilja láta hina eiginlegu atkvæðagreiðslu á Alþingi skera úr um niðurstöðuna. Kolbrún vísar þó í að afstaða hennar hafi komið fram í umræðum um málið á þingi en þar talaði hún gegn málinu. Af þeim 28 sem svöruðu voru átta fylgjandi frumvarpinu, 18 voru á móti og tveir neituðu að gefa upp afstöðu sína. Athygli vekur að enginn þingmaður, sem ekki er flutningsmaður að frumvarpinu, svarar fyrirspurn Vísis á þann veg að hann sé fylgjandi hugmyndinni. Þeir þingmenn sem svöruðu fyrirspurn Vísir eru: Á móti: Steingrímur J. Sigfússon, VG Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu Álfheiður Ingadóttir, VG Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki Ellert B. Schram, Samfylkingu, með fyrirvara Atli Gíslason, VG Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu Karl V. Matthíasson, Samfylkingu Jón Magnússon, Frjálslyndum, á móti í óbreyttri mynd Árni Þór Sigurðsson, VG Ögmundur Jónasson, VG Bjarni Harðarson, Framsóknarflokki Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki Katrín Jakobsdóttir, VG Jón Bjarnason, VG Þuríður Bachman, VG Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu Fylgjandi: Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu Arnbjörg Sveinssdóttir, Sjálfstæðisflokki Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki Birgir Ármansson, Sjálfstæðisflokki Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki Neita að svara: Kristján L. Möller, Samfylkingu Kolbrún Halldórsdóttir, VG Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Vísir hefur kannað afstöðu þingmanna til frumvarps Sigurðar Kára Kristjánssonar og fleiri þingmanna sem lögleiðir sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Aðeins 28 þingmenn af 63 sáu sér fært að svara fyrirspurninni og þar af vildu tveir þeirra ekki opinbera afstöðu sína. Flestir þeirra sem svöruðu eru á móti hugmyndinni og raunar er enginn þeirra fylgjandi frumvarpinu án þess að vera meðflutningsmaður þess. 18 þingmenn úr öllum flokkum svöruðu fyrirspurn Vísis á þá leið að þeir væru andvígir frumvarpinu. Þá hefur andstaða kemur andstaða þeirra Sturlu Böðvarssonar og Bjargar Guðjónsdóttur, Sjálfstæðisflokki, fram í svari þeirra við sömu spurningu sem Heimdallur lagði fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. 17 þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki eru skráðir sem flutningsmenn frumvarpsins og verður afstaða þeirra að teljast ljós. Þá er afstaða heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ljós, en hann hefur lýst stuðningi við málið. Þá hefur komið fram annarsstaðar að sjálfstæðisþingmennirnir Kjartan Ólafsson og Herdís Þórðardóttir eru fylgjandi málinu. Tveir þingmenn neituðu að gefa upp afstöðu sína til málsins. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði að afstaða sín kæmi í ljós þegar, og ef, atkvæðagreiðsla fer fram um frumvarpið. Kolbrún Halldórsdóttir, VG, sagðist hafa slæma reynslu af því þegar blaðamenn reyni að „knýja fram atkvæðagreiðslu um umdeild mál á Alþingi." Hún segist því vilja láta hina eiginlegu atkvæðagreiðslu á Alþingi skera úr um niðurstöðuna. Kolbrún vísar þó í að afstaða hennar hafi komið fram í umræðum um málið á þingi en þar talaði hún gegn málinu. Af þeim 28 sem svöruðu voru átta fylgjandi frumvarpinu, 18 voru á móti og tveir neituðu að gefa upp afstöðu sína. Athygli vekur að enginn þingmaður, sem ekki er flutningsmaður að frumvarpinu, svarar fyrirspurn Vísis á þann veg að hann sé fylgjandi hugmyndinni. Þeir þingmenn sem svöruðu fyrirspurn Vísir eru: Á móti: Steingrímur J. Sigfússon, VG Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu Álfheiður Ingadóttir, VG Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki Ellert B. Schram, Samfylkingu, með fyrirvara Atli Gíslason, VG Guðbjartur Hannesson, Samfylkingu Karl V. Matthíasson, Samfylkingu Jón Magnússon, Frjálslyndum, á móti í óbreyttri mynd Árni Þór Sigurðsson, VG Ögmundur Jónasson, VG Bjarni Harðarson, Framsóknarflokki Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki Katrín Jakobsdóttir, VG Jón Bjarnason, VG Þuríður Bachman, VG Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingu Fylgjandi: Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu Arnbjörg Sveinssdóttir, Sjálfstæðisflokki Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki Birgir Ármansson, Sjálfstæðisflokki Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki Neita að svara: Kristján L. Möller, Samfylkingu Kolbrún Halldórsdóttir, VG
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira