Innlent

Sakbending í nauðgunarmálinu á Selfossi á morgun

Rannsókn nauðgunar sem kærð var til lögreglu á Selfossi á laugardag vindur enn upp á sig. Í tilkynningu frá lögreglu segir að í dag verði teknar skýrslur af vitnum og sakborningum í málinu sem telja á annan tug. Lögregla segir rannsóknina mjög viðamikla.

„Meintir gerendur eru af erlendum uppruna sem og flest vitna í málinu," segir lögreglan en sakbending fer fram á morgun þar sem lögreglan á Selfossi mun njóta aðstoðar starfsbræðra sinna á höfuðborgarsvæðinu.

Þrír karlmenn eru í gæsluvarðhaldi sem rennur út á fimmtudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×