Þrýstingur úr grasrótinni um að fá að flytja inn kúakyn 23. október 2007 14:14 MYND/GVA Þrýstingur er úr grasrótinni frá ákveðnum hópi bænda um að fá að flytja inn erlend kúakyn til þess að auka mjólkurframleiðsluna að sögn formanns Landssambands kúabænda. Landssambandið hélt í gær sinn fyrsta fund með bændum í landinu þar sem kynnt var meðal annars greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands á rekstrarhagkvæmni mjólkurframleiðslu nokkurra kúakynja í samanburði við íslenska kúakynið. Að sögn Þórólfs Sveinssonar, formanns Landssambands kúabænda, hafði stjórn landssambandsins verið falið að kanna þessi mál og leitaði sambandið til Landbúnaðarháskólans sem bar íslensku kúna við fjögur erlend kúakyn. Það voru tvö sænsk, eitt norskt og eitt nýsjálenskt. Landbúnaðarháskólinn komst að því að framleiðslukostnaður mjólkur myndi lækka um 8-12 prósent hér á landi með afkastameira kúakyni. Framleiðslukostnaðurinn myndi þannig lækka um 800-1250 milljónir króna á ári. Um helmingur andvígur því að flytja inn kúakyn Á fundinum voru einnig kynntar niðurstöður skoaðanakannana og rýnihópa Gallups um viðhorf Íslendinga til innflutnings á mjólkurvörum og kúakyni. Þórarinn segir að rúmlega meirihluti aðspurðra hafi verið andvígur því að flytja inn kúakyn til landsins en 20 prósent hafi verið hlutlaus og um fjórðungur hlynntur því. Þá hafi niðurstöðunar einnig sýnt að íslenska drykkjarmjólkin sé í ákaflega miklum metum hjá Íslendingum. „Það er óhætt að fullyrða að viðhorf Íslendinga til íslenskra mjólkurvara er almennt mjög gott. Þannig þykir drykkjamjólkin ódýr," segir Þórarinn en bendir þó á að afstaða manna sé ólík þegar komi að ýmsum sérvörum. Verða að mynda félag um innflutning Umræðan um innflutning kúakyns hefur sprottið upp öðru hverju hér á landi en jafnan lognast út af fljótlega. Aðspurður um framhaldið í ljósi þessara niðurstaðna segir Þórólfur að félagið geri vart mikið meira en að leggja fram þessi gögn eins og óskað hafi verið eftir. Ákveðinn hópur bænda hafi áhuga á að flytja inn nýtt kúakyn en þeir verði þá að mynda félag um það og sækja um leyfi til þess. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira
Þrýstingur er úr grasrótinni frá ákveðnum hópi bænda um að fá að flytja inn erlend kúakyn til þess að auka mjólkurframleiðsluna að sögn formanns Landssambands kúabænda. Landssambandið hélt í gær sinn fyrsta fund með bændum í landinu þar sem kynnt var meðal annars greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands á rekstrarhagkvæmni mjólkurframleiðslu nokkurra kúakynja í samanburði við íslenska kúakynið. Að sögn Þórólfs Sveinssonar, formanns Landssambands kúabænda, hafði stjórn landssambandsins verið falið að kanna þessi mál og leitaði sambandið til Landbúnaðarháskólans sem bar íslensku kúna við fjögur erlend kúakyn. Það voru tvö sænsk, eitt norskt og eitt nýsjálenskt. Landbúnaðarháskólinn komst að því að framleiðslukostnaður mjólkur myndi lækka um 8-12 prósent hér á landi með afkastameira kúakyni. Framleiðslukostnaðurinn myndi þannig lækka um 800-1250 milljónir króna á ári. Um helmingur andvígur því að flytja inn kúakyn Á fundinum voru einnig kynntar niðurstöður skoaðanakannana og rýnihópa Gallups um viðhorf Íslendinga til innflutnings á mjólkurvörum og kúakyni. Þórarinn segir að rúmlega meirihluti aðspurðra hafi verið andvígur því að flytja inn kúakyn til landsins en 20 prósent hafi verið hlutlaus og um fjórðungur hlynntur því. Þá hafi niðurstöðunar einnig sýnt að íslenska drykkjarmjólkin sé í ákaflega miklum metum hjá Íslendingum. „Það er óhætt að fullyrða að viðhorf Íslendinga til íslenskra mjólkurvara er almennt mjög gott. Þannig þykir drykkjamjólkin ódýr," segir Þórarinn en bendir þó á að afstaða manna sé ólík þegar komi að ýmsum sérvörum. Verða að mynda félag um innflutning Umræðan um innflutning kúakyns hefur sprottið upp öðru hverju hér á landi en jafnan lognast út af fljótlega. Aðspurður um framhaldið í ljósi þessara niðurstaðna segir Þórólfur að félagið geri vart mikið meira en að leggja fram þessi gögn eins og óskað hafi verið eftir. Ákveðinn hópur bænda hafi áhuga á að flytja inn nýtt kúakyn en þeir verði þá að mynda félag um það og sækja um leyfi til þess.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Sjá meira