Þrýstingur úr grasrótinni um að fá að flytja inn kúakyn 23. október 2007 14:14 MYND/GVA Þrýstingur er úr grasrótinni frá ákveðnum hópi bænda um að fá að flytja inn erlend kúakyn til þess að auka mjólkurframleiðsluna að sögn formanns Landssambands kúabænda. Landssambandið hélt í gær sinn fyrsta fund með bændum í landinu þar sem kynnt var meðal annars greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands á rekstrarhagkvæmni mjólkurframleiðslu nokkurra kúakynja í samanburði við íslenska kúakynið. Að sögn Þórólfs Sveinssonar, formanns Landssambands kúabænda, hafði stjórn landssambandsins verið falið að kanna þessi mál og leitaði sambandið til Landbúnaðarháskólans sem bar íslensku kúna við fjögur erlend kúakyn. Það voru tvö sænsk, eitt norskt og eitt nýsjálenskt. Landbúnaðarháskólinn komst að því að framleiðslukostnaður mjólkur myndi lækka um 8-12 prósent hér á landi með afkastameira kúakyni. Framleiðslukostnaðurinn myndi þannig lækka um 800-1250 milljónir króna á ári. Um helmingur andvígur því að flytja inn kúakyn Á fundinum voru einnig kynntar niðurstöður skoaðanakannana og rýnihópa Gallups um viðhorf Íslendinga til innflutnings á mjólkurvörum og kúakyni. Þórarinn segir að rúmlega meirihluti aðspurðra hafi verið andvígur því að flytja inn kúakyn til landsins en 20 prósent hafi verið hlutlaus og um fjórðungur hlynntur því. Þá hafi niðurstöðunar einnig sýnt að íslenska drykkjarmjólkin sé í ákaflega miklum metum hjá Íslendingum. „Það er óhætt að fullyrða að viðhorf Íslendinga til íslenskra mjólkurvara er almennt mjög gott. Þannig þykir drykkjamjólkin ódýr," segir Þórarinn en bendir þó á að afstaða manna sé ólík þegar komi að ýmsum sérvörum. Verða að mynda félag um innflutning Umræðan um innflutning kúakyns hefur sprottið upp öðru hverju hér á landi en jafnan lognast út af fljótlega. Aðspurður um framhaldið í ljósi þessara niðurstaðna segir Þórólfur að félagið geri vart mikið meira en að leggja fram þessi gögn eins og óskað hafi verið eftir. Ákveðinn hópur bænda hafi áhuga á að flytja inn nýtt kúakyn en þeir verði þá að mynda félag um það og sækja um leyfi til þess. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Þrýstingur er úr grasrótinni frá ákveðnum hópi bænda um að fá að flytja inn erlend kúakyn til þess að auka mjólkurframleiðsluna að sögn formanns Landssambands kúabænda. Landssambandið hélt í gær sinn fyrsta fund með bændum í landinu þar sem kynnt var meðal annars greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands á rekstrarhagkvæmni mjólkurframleiðslu nokkurra kúakynja í samanburði við íslenska kúakynið. Að sögn Þórólfs Sveinssonar, formanns Landssambands kúabænda, hafði stjórn landssambandsins verið falið að kanna þessi mál og leitaði sambandið til Landbúnaðarháskólans sem bar íslensku kúna við fjögur erlend kúakyn. Það voru tvö sænsk, eitt norskt og eitt nýsjálenskt. Landbúnaðarháskólinn komst að því að framleiðslukostnaður mjólkur myndi lækka um 8-12 prósent hér á landi með afkastameira kúakyni. Framleiðslukostnaðurinn myndi þannig lækka um 800-1250 milljónir króna á ári. Um helmingur andvígur því að flytja inn kúakyn Á fundinum voru einnig kynntar niðurstöður skoaðanakannana og rýnihópa Gallups um viðhorf Íslendinga til innflutnings á mjólkurvörum og kúakyni. Þórarinn segir að rúmlega meirihluti aðspurðra hafi verið andvígur því að flytja inn kúakyn til landsins en 20 prósent hafi verið hlutlaus og um fjórðungur hlynntur því. Þá hafi niðurstöðunar einnig sýnt að íslenska drykkjarmjólkin sé í ákaflega miklum metum hjá Íslendingum. „Það er óhætt að fullyrða að viðhorf Íslendinga til íslenskra mjólkurvara er almennt mjög gott. Þannig þykir drykkjamjólkin ódýr," segir Þórarinn en bendir þó á að afstaða manna sé ólík þegar komi að ýmsum sérvörum. Verða að mynda félag um innflutning Umræðan um innflutning kúakyns hefur sprottið upp öðru hverju hér á landi en jafnan lognast út af fljótlega. Aðspurður um framhaldið í ljósi þessara niðurstaðna segir Þórólfur að félagið geri vart mikið meira en að leggja fram þessi gögn eins og óskað hafi verið eftir. Ákveðinn hópur bænda hafi áhuga á að flytja inn nýtt kúakyn en þeir verði þá að mynda félag um það og sækja um leyfi til þess.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira