Ómakleg orðræða um kirkjuna 22. október 2007 14:59 Tekist var á um það hversu langt ætti að ganga í umræðum um staðfesta samvist á Kirkjuþingi í morgun. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði í ræðu á þinginu að þrýstingurinn á kirkjuna að vígja samkynhneigða í hjónaband væri með ólíkindum og að á kirkjunni dyndi ómakleg umræða. Tvær tillögur til þingsályktunar um staðfesta samvist voru ræddar á Kirkjuþingi í morgun. Í annarri, sem biskup mælir fyrir, er gert ráð fyrir að Kirkjuþingi styðji ályktun kenningarnefndar um að þeir prestar sem það kjósi fái heimild til þess að staðfesta samvist samkynhneigðra. Þá er tekið fram í tillögunni að kirkjan standi við hefðbundinn skilning á hjónabandinu sem sáttmála karls og konu. Í hinni tillögunni, sem Hulda Guðmundsdóttir, séra Jón Helgi Þórarinsson og séra Kristín Þórunn Tómasdóttir mæla fyrir, er lagt til að prestum verði heimilt að vígja staðfesta samvist en þar er ekki að finna tillögur varðandi skilgreiningu á hjónabandinu. Gengið lengra en í nágrannalöndum Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði umræðuna um staðfesta samvist samkynhneigðra farna í auknum mæli að snúast um hjónabandið. Það hefði vakið áhyggjur hjá kirkjunni að verið væri að snúa baki við hinni hefðbundnu skilgreiningu á hjónabandi sem sambands karls og konu. Þá sagði hann þá tillögu kenningarnefndar að heimila prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra, komi til lagabreytingar eins og ríkisstjórnin hafi boðað, fela í sér gríðarlega stórt og afdrifaríkt skref. Gengið væri lengra en nokkur kirkja í nágrannalöndum okkar hefði gert eða verið krafin um að gera. Þetta væri gert til þess að ná sátt í málinu en sátt snerist um það aðilar mættust á miðri leið. Þá sagði biskup að þrýstingurinn á kirkjuna í málinu hefði verið með ólíkindum. Á kirkjunni hefði dunið orðræða um að hún stæði gegn mannréttindum og jafnrétti og níddist á fólki. Slíkt væri afar ómaklegt. Engin umræða farið fram um skilgreiningu á hjónabandi Þeir þrír fulltrúar á Kirkuþingi sem mæltu fyrir hinni tillögunni, þau Hulda, séra Jón Helgi og séra Kristín Þórunn bentu meðal annars á að hugtakið vígsla skipti miklu máli í þessu samhengi þrátt fyrir að blessun og vígsla hefðu í raun sama inntak í kirkjunni. Þá bentu þau á að engin markviss umræða hefði farið fram um skilning kirkjunnar á hjónabandi eins og hún birtist í tillögu biskups. Með þeim hluta tillögunnar væri verið að loka á frekara samtal við samfélagið um skilgreiningu á hjónabandi. Benti Jón Helgi á að samfélagið myndi takast á við nýja skilgreiningu á hjónabandi og þjóðkirkjan yrði að taka þátt í því. Vildu þau því að þessi hluti tillögu biskups yrði dregin til baka. Prestar verði ekki löggiltir vígslumenn Séra Halldór Gunnarsson kvaddi sér einnig hljóðs og gagnrýndi þá sem vildu rjúfa þá sátt sem kenningarnefnd hefði lagt fram í málinu. Þá gagnrýndi hann þremenningana fyrir að tala um tillögu um staðfesta samvist sem áfanga. Slíkar hugmyndir gerðu þá ráð fyrir að hjónabandið yrðu síðar meir óháð kyni. Lagði Halldór fram þá breytingartillögu að ef lögum um staðfesta samvist yrði breytt á þann veg að prestar fengju heimild til að staðfesta samvist þá samþykkti Kirkjuþing að prestar þjóðkirkjunnar yrðu ekki frá og með þeirri samþykkt löggiltir hjónavígslumenn. Þá væru allir jafnir í málinu. Sagðist hann enn fremur ekki sjá annað en að kirkjan myndi klofna ef skilgreiningu hjónabandsins yrði breytt. Alþingi hafi ekki umboð til að breyta skilningi á hjónabandi Einar Karl Haraldsson tók einnig til máls og sagði að þær hugmyndir að gera hjónabandið kynlaust væri angi af menntamannamarxisma sem stundaður væri í Háskóla Íslands. Sagðist hann telja að Alþingi hefði ekki umboð til að breyta þeim grundvallarsið og grundvallarskilningi á hjónabandi milli karls og konu og ef það yrði gert þyrfti að grípa til þjóðaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðsla um tillögurnar sem lúta að staðfestri samvist verður á Kirkjuþingi síðar í vikunni. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Tekist var á um það hversu langt ætti að ganga í umræðum um staðfesta samvist á Kirkjuþingi í morgun. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði í ræðu á þinginu að þrýstingurinn á kirkjuna að vígja samkynhneigða í hjónaband væri með ólíkindum og að á kirkjunni dyndi ómakleg umræða. Tvær tillögur til þingsályktunar um staðfesta samvist voru ræddar á Kirkjuþingi í morgun. Í annarri, sem biskup mælir fyrir, er gert ráð fyrir að Kirkjuþingi styðji ályktun kenningarnefndar um að þeir prestar sem það kjósi fái heimild til þess að staðfesta samvist samkynhneigðra. Þá er tekið fram í tillögunni að kirkjan standi við hefðbundinn skilning á hjónabandinu sem sáttmála karls og konu. Í hinni tillögunni, sem Hulda Guðmundsdóttir, séra Jón Helgi Þórarinsson og séra Kristín Þórunn Tómasdóttir mæla fyrir, er lagt til að prestum verði heimilt að vígja staðfesta samvist en þar er ekki að finna tillögur varðandi skilgreiningu á hjónabandinu. Gengið lengra en í nágrannalöndum Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði umræðuna um staðfesta samvist samkynhneigðra farna í auknum mæli að snúast um hjónabandið. Það hefði vakið áhyggjur hjá kirkjunni að verið væri að snúa baki við hinni hefðbundnu skilgreiningu á hjónabandi sem sambands karls og konu. Þá sagði hann þá tillögu kenningarnefndar að heimila prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra, komi til lagabreytingar eins og ríkisstjórnin hafi boðað, fela í sér gríðarlega stórt og afdrifaríkt skref. Gengið væri lengra en nokkur kirkja í nágrannalöndum okkar hefði gert eða verið krafin um að gera. Þetta væri gert til þess að ná sátt í málinu en sátt snerist um það aðilar mættust á miðri leið. Þá sagði biskup að þrýstingurinn á kirkjuna í málinu hefði verið með ólíkindum. Á kirkjunni hefði dunið orðræða um að hún stæði gegn mannréttindum og jafnrétti og níddist á fólki. Slíkt væri afar ómaklegt. Engin umræða farið fram um skilgreiningu á hjónabandi Þeir þrír fulltrúar á Kirkuþingi sem mæltu fyrir hinni tillögunni, þau Hulda, séra Jón Helgi og séra Kristín Þórunn bentu meðal annars á að hugtakið vígsla skipti miklu máli í þessu samhengi þrátt fyrir að blessun og vígsla hefðu í raun sama inntak í kirkjunni. Þá bentu þau á að engin markviss umræða hefði farið fram um skilning kirkjunnar á hjónabandi eins og hún birtist í tillögu biskups. Með þeim hluta tillögunnar væri verið að loka á frekara samtal við samfélagið um skilgreiningu á hjónabandi. Benti Jón Helgi á að samfélagið myndi takast á við nýja skilgreiningu á hjónabandi og þjóðkirkjan yrði að taka þátt í því. Vildu þau því að þessi hluti tillögu biskups yrði dregin til baka. Prestar verði ekki löggiltir vígslumenn Séra Halldór Gunnarsson kvaddi sér einnig hljóðs og gagnrýndi þá sem vildu rjúfa þá sátt sem kenningarnefnd hefði lagt fram í málinu. Þá gagnrýndi hann þremenningana fyrir að tala um tillögu um staðfesta samvist sem áfanga. Slíkar hugmyndir gerðu þá ráð fyrir að hjónabandið yrðu síðar meir óháð kyni. Lagði Halldór fram þá breytingartillögu að ef lögum um staðfesta samvist yrði breytt á þann veg að prestar fengju heimild til að staðfesta samvist þá samþykkti Kirkjuþing að prestar þjóðkirkjunnar yrðu ekki frá og með þeirri samþykkt löggiltir hjónavígslumenn. Þá væru allir jafnir í málinu. Sagðist hann enn fremur ekki sjá annað en að kirkjan myndi klofna ef skilgreiningu hjónabandsins yrði breytt. Alþingi hafi ekki umboð til að breyta skilningi á hjónabandi Einar Karl Haraldsson tók einnig til máls og sagði að þær hugmyndir að gera hjónabandið kynlaust væri angi af menntamannamarxisma sem stundaður væri í Háskóla Íslands. Sagðist hann telja að Alþingi hefði ekki umboð til að breyta þeim grundvallarsið og grundvallarskilningi á hjónabandi milli karls og konu og ef það yrði gert þyrfti að grípa til þjóðaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðsla um tillögurnar sem lúta að staðfestri samvist verður á Kirkjuþingi síðar í vikunni.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira