Framsókn hefði mátt standa oftar í lappirnar í erfiðum málum 12. október 2007 13:20 MYND/Stöð 2 „Ég hef fundið til með vini mínum Vilhjálmi Vilhjálmssyni undanfarna daga," sagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins á fundi með flokkssystkinum sínum í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. „Hann á ekki skilið þá meðferð sem hann hlaut þegar baklandið í flokk hans brást honumn algerlega." Á fjölsóttum opnum fundi sem Framsóknarflokkurinn efndi til nú í hádeginu útskýrði Björn Ingi fyrir flokkssystkinum sínum aðdragandann að myndun nýs meirihluta. „Maður sprengir ekki meirihlutasamstarfið í borginni að gamani sínu," segir Björn Ingi. „Maður fær ekki heilann stjórnmálaflokk upp á móti sér upp á grín." Þá sagði Björn Ingi að stundum kastaðist í kekki og menn næðu að leysa það en svo væri ekki alltaf. „Mér hefur fundist á undanförnum árum að Framsóknarflokkurinn hafi stundum oftar mátt standa í lappirnar í erfiðum málum, segja hingað og ekki lengra, ég get þetta ekki," sagði Björn Ingi og spurði fundarmenn hvort þeir hefðu verið ánægðir hefði hann gengið að kostum sjálfstæðismanna. Uppskar hann nei úr hópi fundarmanna. „Það var ekkert annað að gera í stöðunni," sagði Björn Ingi um samstarfsslitin. Alfreð Þorsteinsson bætir því við að það var bara ekkert annað að gera í stöðunni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var orðinn ósamstarfshæfur vegna innbyrðis átaka. Í fyrirspurnum á eftir var Björn Ingi spurður um eigendafundinn hjá REI og OR sem nú er fyrir dómstólum. Björn Ingi segir að eðlilegast sé að halda þennan fund aftur og ganga frá málum í stað þess að bíða í fleiri mánuði eftir niðurstöðu úr málssókninni. Fundarstjóri var Alfreð Þorsteinsson og auk Björns Inga ávarpaði Óskar Bergsson fundarmenn. Óskar segir að Alfreð hafi reynt að gera lítið úr hlut sínum í þessu máli. „Staðreyndin er sú að eftir að Guðlaugur Þór rak Alfreð úr starfi hafði hann nægan tíma til að fella meirihlutann í borginni," segir Óskar. Fullt var út að dyrum á fundinum og er Björn Ingi hafði lokið máli sínu stóðu fundargestir upp og klöppuðu honum lof í lófa. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Ég hef fundið til með vini mínum Vilhjálmi Vilhjálmssyni undanfarna daga," sagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins á fundi með flokkssystkinum sínum í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. „Hann á ekki skilið þá meðferð sem hann hlaut þegar baklandið í flokk hans brást honumn algerlega." Á fjölsóttum opnum fundi sem Framsóknarflokkurinn efndi til nú í hádeginu útskýrði Björn Ingi fyrir flokkssystkinum sínum aðdragandann að myndun nýs meirihluta. „Maður sprengir ekki meirihlutasamstarfið í borginni að gamani sínu," segir Björn Ingi. „Maður fær ekki heilann stjórnmálaflokk upp á móti sér upp á grín." Þá sagði Björn Ingi að stundum kastaðist í kekki og menn næðu að leysa það en svo væri ekki alltaf. „Mér hefur fundist á undanförnum árum að Framsóknarflokkurinn hafi stundum oftar mátt standa í lappirnar í erfiðum málum, segja hingað og ekki lengra, ég get þetta ekki," sagði Björn Ingi og spurði fundarmenn hvort þeir hefðu verið ánægðir hefði hann gengið að kostum sjálfstæðismanna. Uppskar hann nei úr hópi fundarmanna. „Það var ekkert annað að gera í stöðunni," sagði Björn Ingi um samstarfsslitin. Alfreð Þorsteinsson bætir því við að það var bara ekkert annað að gera í stöðunni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var orðinn ósamstarfshæfur vegna innbyrðis átaka. Í fyrirspurnum á eftir var Björn Ingi spurður um eigendafundinn hjá REI og OR sem nú er fyrir dómstólum. Björn Ingi segir að eðlilegast sé að halda þennan fund aftur og ganga frá málum í stað þess að bíða í fleiri mánuði eftir niðurstöðu úr málssókninni. Fundarstjóri var Alfreð Þorsteinsson og auk Björns Inga ávarpaði Óskar Bergsson fundarmenn. Óskar segir að Alfreð hafi reynt að gera lítið úr hlut sínum í þessu máli. „Staðreyndin er sú að eftir að Guðlaugur Þór rak Alfreð úr starfi hafði hann nægan tíma til að fella meirihlutann í borginni," segir Óskar. Fullt var út að dyrum á fundinum og er Björn Ingi hafði lokið máli sínu stóðu fundargestir upp og klöppuðu honum lof í lófa.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira