Innlent

Rónar gerðu aðsúg að nýjum meirihluta

Reykvíkingar virðast misjafnlega sáttir við nýjan meirihluta í borgarstjórn. Þegar blaðamannafundi nýja meirihlutans var um það bil að ljúka fyrir framan Ráðhúsið í Reykjavík komu þar nokkrir ölvaðir menn.

Þeir gerðu hróp að forystumönnum meirihlutaflokkanna og kröfðust úrbóta í sínum málum. "Við erum búnir að vera á götunni í heilt ár," sagði einn þeirra.

Lögregluþjónn sem blaðamaður Vísis talaði við segist ekki kannast við að svona lagað hafi komið fyrir. "Þó kæmi það ekkert á óvart, því þetta eru menn með skoðanir og ýmislegt fram að færa," sagði lögreglumaðurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×