Ákvarðanir stjórnar REI þola illa dagsljósið 5. október 2007 16:04 „Ljóst er að ýmsar þær ákvarðanir sem teknar voru af þriggja manna stjórn Reykjavík Energy Invest án nokkurrar aðkomu minnihlutans eða stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þola illa dagsljósið og opinbera umræðu. Fullkanna þarf heimildir stjórnarinnar til að skammta sjálfri sér laun, gera kaupréttarsamninga við starfsmenn og tímabundna ráðgjafa og selja hluti úr fyrirtækinu án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur," segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Ennfremur segir Dagur að þessar ákvarðanir stjórnar REI séu á góðri leið með að kasta rýrð á allt það starf sem fyrirtækið og Orkuveita Reykjavíkur hafi unnið og muni vinna að útrás í orkumálum. Þá sé merkilegt að meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það sé því miður verðskuldað en um leið grafalvarleg og afar sorglegt. „Framganga borgarstjóra, flaustursleg og ófagleg vinnubrögð meirihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavík á síðustu dögum hefur þegar kastað rýrð og skugga á útrás á orkusviði og þátttöku Orkuveitunnar í henni. Fjölda spurninga er enn ósvarað og tekur Samfylkingin undir að brýnt er að fá skorið úr um lögmæti eigendafundar OR líkt og óskað hefur verið eftir af fulltrúum VG," segir Dagur. „Jafnframt telur Samfylkingin fyllstu ástæðu til að kanna heimildir stjórnar REI til að ráðstafa hlutum félagsins án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eða lögmæts vettvangs eigenda Orkuveitunnar. Hefur fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn OR sent forstjóra OR beiðni um öll gögn og samþykktir REI sem lúta að þessum atriðum: aukningu hlutafjár, kaupréttarsamningum og ákvörðun stjórnarlauna,“ segir Dagur í tilkynningu. Dagur ítrekar enn fremur tillögu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem lögð var fyrir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á miðvikudag, en frestað, um að nýir stjórnarmenn REI verði valdir á faglegum forsendum. „Í ljósi umræðu síðustu daga þarfnast þessi tillaga varla rökstuðnings. Það spillir ekki aðeins fyrir orðspori útrásarverkefna innanlands að stjórnmálamenn séu í bissnessleik heldur er það ekki síður til þess fallið að varpa rýrð á fyrirtækið á alþjóðasviðinu." Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Ljóst er að ýmsar þær ákvarðanir sem teknar voru af þriggja manna stjórn Reykjavík Energy Invest án nokkurrar aðkomu minnihlutans eða stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þola illa dagsljósið og opinbera umræðu. Fullkanna þarf heimildir stjórnarinnar til að skammta sjálfri sér laun, gera kaupréttarsamninga við starfsmenn og tímabundna ráðgjafa og selja hluti úr fyrirtækinu án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur," segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Ennfremur segir Dagur að þessar ákvarðanir stjórnar REI séu á góðri leið með að kasta rýrð á allt það starf sem fyrirtækið og Orkuveita Reykjavíkur hafi unnið og muni vinna að útrás í orkumálum. Þá sé merkilegt að meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það sé því miður verðskuldað en um leið grafalvarleg og afar sorglegt. „Framganga borgarstjóra, flaustursleg og ófagleg vinnubrögð meirihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavík á síðustu dögum hefur þegar kastað rýrð og skugga á útrás á orkusviði og þátttöku Orkuveitunnar í henni. Fjölda spurninga er enn ósvarað og tekur Samfylkingin undir að brýnt er að fá skorið úr um lögmæti eigendafundar OR líkt og óskað hefur verið eftir af fulltrúum VG," segir Dagur. „Jafnframt telur Samfylkingin fyllstu ástæðu til að kanna heimildir stjórnar REI til að ráðstafa hlutum félagsins án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eða lögmæts vettvangs eigenda Orkuveitunnar. Hefur fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn OR sent forstjóra OR beiðni um öll gögn og samþykktir REI sem lúta að þessum atriðum: aukningu hlutafjár, kaupréttarsamningum og ákvörðun stjórnarlauna,“ segir Dagur í tilkynningu. Dagur ítrekar enn fremur tillögu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem lögð var fyrir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á miðvikudag, en frestað, um að nýir stjórnarmenn REI verði valdir á faglegum forsendum. „Í ljósi umræðu síðustu daga þarfnast þessi tillaga varla rökstuðnings. Það spillir ekki aðeins fyrir orðspori útrásarverkefna innanlands að stjórnmálamenn séu í bissnessleik heldur er það ekki síður til þess fallið að varpa rýrð á fyrirtækið á alþjóðasviðinu."
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira