Grindvíkingar undrandi og óánægðir 17. september 2007 18:46 Grindavíkurhöfn. Á aukabæjarstjórnarfundi í Grindavík sem haldinn var í dag lýsti bæjarstjórnin yfir undrun og óánægju sinni með mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna aflaskerðingar á þorski. Bæjarfulltrúarnir segja að Grindavík verði verst úti vegna skerðingarinnar en þrátt fyrir það sé hvergi minnst á bæinn í boðuðum aðgerðum. „Það vekur furðu að ríkisvaldið skuli ekki koma til móts við íbúa í Grindavík, fyrirtæki og einstaklinga sem munu verða fyrir tekjumissi og missa vinnu næsta vor," segir í ályktun sem samþykkt var á fundinum. „Margir einyrkjar munu ekki geta haldið áfram rekstri við núverandi aðstæður. Ekkert tillit er tekið til tekjusamdráttar sjómanna né landverkafólks." Bæjastjórnin segist telja að ekki sé um raunverulegar mótvægisaðgerðir að ræða vegna skerðingarinnar, heldur séu byggðasjónarmið látin ráða för þegar ákveðið sé hvaða bæjarfélög njóti góðs af aðgerðunum. Þá segja bæjarfulltrúarnir að jafnræðis sé engan vegin gætt í aðgerðunum. „Það lítur helst út fyrir að verið sé að refsa Grindavíkingum fyrir að hafa sýnt aðhald og ábyrgð í rekstri undanfarin ár," segir í yfirlýsingunni. Þá segir ennfremur að ríkistjórnin geti ekki firrt sig ábyrgð gagnvart sjávarútvegi í Grindavík og velt fjárhagstjóninu sem aðilar í bænum verði fyrir yfir á þá alfarið. „Það er ekki hægt að una því að fyrirtækjum og einstaklingum sé mismunað á þann hátt sem gert er af ríkisvaldinu nú með svokölluðum mótvægisaðgerðum auk byggðakvóta, slægingarstuðla o.fl. milli landshluta. Bæjarstjórn Grindavíkur harmar að ekki skuli hafa verið haft samráð, í aðdraganda svokallaðra mótvægisaðgerða, við það sveitarfélag sem einna harðast verður úti í niðurskurði aflaheimilda í þorski." Þá lýsir bæjarstjórnin fullri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu á „þeim áföllum sem skella munu á íbúum bæjarins næsta vor þegar skip, bátar og vinnslustöðvar stöðvast vegna skerðingarinnar." Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Á aukabæjarstjórnarfundi í Grindavík sem haldinn var í dag lýsti bæjarstjórnin yfir undrun og óánægju sinni með mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna aflaskerðingar á þorski. Bæjarfulltrúarnir segja að Grindavík verði verst úti vegna skerðingarinnar en þrátt fyrir það sé hvergi minnst á bæinn í boðuðum aðgerðum. „Það vekur furðu að ríkisvaldið skuli ekki koma til móts við íbúa í Grindavík, fyrirtæki og einstaklinga sem munu verða fyrir tekjumissi og missa vinnu næsta vor," segir í ályktun sem samþykkt var á fundinum. „Margir einyrkjar munu ekki geta haldið áfram rekstri við núverandi aðstæður. Ekkert tillit er tekið til tekjusamdráttar sjómanna né landverkafólks." Bæjastjórnin segist telja að ekki sé um raunverulegar mótvægisaðgerðir að ræða vegna skerðingarinnar, heldur séu byggðasjónarmið látin ráða för þegar ákveðið sé hvaða bæjarfélög njóti góðs af aðgerðunum. Þá segja bæjarfulltrúarnir að jafnræðis sé engan vegin gætt í aðgerðunum. „Það lítur helst út fyrir að verið sé að refsa Grindavíkingum fyrir að hafa sýnt aðhald og ábyrgð í rekstri undanfarin ár," segir í yfirlýsingunni. Þá segir ennfremur að ríkistjórnin geti ekki firrt sig ábyrgð gagnvart sjávarútvegi í Grindavík og velt fjárhagstjóninu sem aðilar í bænum verði fyrir yfir á þá alfarið. „Það er ekki hægt að una því að fyrirtækjum og einstaklingum sé mismunað á þann hátt sem gert er af ríkisvaldinu nú með svokölluðum mótvægisaðgerðum auk byggðakvóta, slægingarstuðla o.fl. milli landshluta. Bæjarstjórn Grindavíkur harmar að ekki skuli hafa verið haft samráð, í aðdraganda svokallaðra mótvægisaðgerða, við það sveitarfélag sem einna harðast verður úti í niðurskurði aflaheimilda í þorski." Þá lýsir bæjarstjórnin fullri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu á „þeim áföllum sem skella munu á íbúum bæjarins næsta vor þegar skip, bátar og vinnslustöðvar stöðvast vegna skerðingarinnar."
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira