Innlent

Kjörsókn í Reykjavík norður töluvert minni en árið 2003

Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi norður í dag var töluvert minni en fyrir fjórum árum. Samkvæmt kjörstjórn var hún um 67 prósent í dag en var 76,2 prósent árið 2003.

Þórunn Guðmundsdóttir, formaður kjörstjórnar í kjördæminu, segir kjörsókn í Ráðhúsi Reykjavíkur hafa verið lakari en á öðrum kjörstöðum í kjördæminu en hún kann engar sérstakar skýringar á því. Segir hún þó að spurning sé hvort þær umferðartafir sem voru í miðborginni í dag í tengslum við atriði á Listahátíð hafi haft áhrif en vill þó ekkert fullyrða þar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×