Innlent

Ríkisstjórnin heldur velli

Geir Haarde var fagnað ákaflega á kosningavöku Sjálfstæðismanna fyrr í kvöld.
Geir Haarde var fagnað ákaflega á kosningavöku Sjálfstæðismanna fyrr í kvöld. MYND/Vilhelm

Ríkistjórnin heldur velli samkvæmt nýjustu tölum sem birtar voru í Suðvesturkjördæmi. Þar færi Sjálfstæðisflokkurinn 42,6 prósent og sex þingmenn og nær þingmanni af Samfylkingunni.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur því 25 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 7 og þeir samanlagt því 32 þingmenn. Frjálslyndir eru áfram með fjóra þingmenn, Samfylkingin fer úr 19 í 18 þingmenn og Vinstri græn fá níu þingmenn sem fyrr.

Síðustu tveir menn inn á þing eru sjálfstæðismenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×