Innlent

Óánægja með vinnubrögð yfirkjörstjórnar á Suðurlandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá Vestmannaeyjum
Frá Vestmannaeyjum MYND/GVA

Fyrr í dag kærðu vinstri grænir, samfylkingar- og framsóknarmenn Sjálfstæðismenn á Suðurlandi fyrir að miðla upplýsingum um kjörsókn út úr kjördeildum. Sigurður Vilhelmsson, umboðsmaður Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er afar ósáttur með vinnubrögðin í málinu og átelur yfirkjörstjórn fyrir að taka ekki efnislega á kærunni.

„Við fengum úrskurð frá yfirskjörstjórn á Suðurlandi," segir Sigurður í samtali við Vísi. „Í þeim úrskurði er ekki tekið á neinu í kærunni sem kom frá okkur, heldur eingöngu á einhverjum öðrum atriðum sem komu fram í fundargerðum kjörstjórnar." Þar sem yfirkjörstjórn hefur ekki tekið efnislega á kærunni hafa Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum því starfað óáreittir í kjördeildum í allan dag. Sigurður segist hafa haft samband við Landskjörstjórn og að þar hafi hann fengið þær upplýsingar að ekki sé hægt að kæra úrskurð yfirkjörstjórnar.

„Við erum aðallega ósátt við að sama mál var kærtt furoir fjórum árum. Þá kom yfirjörstjórn sér undan því að úrskurða í málinu. Það virðist því ekkert hafa breyst á þessum fjórum árum," segir Sigurður. Hann segir ófært að yfirkjörstjórn úrskurði ekki um það hvort heimilt sé að fara með gögn úr kjördeildum. „Við munum halda með málið áfram og kanna hvaða leiðir eru færar. Hér kemur þetta fyrir trekk í trekk þó þessi vinnubrögð hafi verið aflögð víðast hvar annars staðar á landinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×