Innlent

Ríkisborgararéttur tengdadóttur ráðherra er skandall

Tengdadóttir umhverfisráðherra fékk ríkisborgararétt á undanþágu vegna þess að hún tengist framsóknarráðherrafjölskyldu og það er léttur skandall. Þetta er skoðun Össurar Skarphéðinssonar, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, sem vill að málið verði skoðað.

Mál unnustu sonar Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra var rætt í Silfri Egils í dag. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, sagði málið greinilega storm í vatnsglasi.

Ef myndbrotið er spilað má sjá brot úr Silfri Egils þar sem þetta kom fram í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×