Enski boltinn

Riise lýstur gjaldþrota í Liverpool

MYND/Reuters
Norski knattspyrnumaðurinn John Arne Riise, leikmaður Liverpool, hefur verið lýstur gjaldþrota af dómstól í Bítlaborginni vegna þess að hann skuldar um 100 þúsund pund, eða jafnvirði um 13 milljóna dala.

Upphæðin kemur kannski á óvart í ljósi þess að Riise mun vera með á þriðja hundrað milljóna í laun á ári en um er að ræða flókna deilu sem meðal annars snýr að fjárfestingarfélagi bakvarðarins, Riise Invest A, og deilum hans við fyrrverandi umboðsmann sinn, Einar Baardsen. Riise hefur lagt fram um 300 milljóna króna kröfu í þrotabú Baardsens.

Hvorki Riise né ráðgjafi hans hafa viljað tjá sig um málið en BBC segir að lögmenn Riise muni líklega leita til æðri dómstóla til þess að fá gjaldþrotið ógilt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×