Innlent

Mál Jónasar Garðarssonar tekið fyrir í Hæsta­rétti í næsta mánuði

MYND/Stefán

Mál Jónasar Garðarssonar, fyrrverandi formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, verður tekið fyrir í Hæstarétti Íslands 20. apríl næstkomandi. Jónas var í byrjun júní á síðasta ári dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.

Tvennt lét lífið þegar Harpa, skemmtibátur Jónasar, steytti á Skarfaskeri haustið 2005. Jónas var undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Jónas sagði sig í kjölfarið frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt fyrir Sjómannafélagið, Sjómannasamband Íslands og Norræna flutningamannasambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×