Innlent

Ætlaði að smygla rítalíni og sprautum inn á Litla-Hraun

MYND/Stefán

Kona sem hafði ætlað í heimsókn á Litla-Hraun neitaði að gerð yrði á henni leit í fangelsinu eftir að fíkniefnaleitarhundur hafði gefið vísbendingu um að hún gæti verið með fíkniefni. Fram kemur á vef lögreglunnar að konan hafi hætt við heimsóknina og haldið á brott frá Lita-Hrauni. Lögreglumenn frá Selfossi fundu konuna skömmu síðar og við leit á henni fundust nokkrar rítalíntöflur og tvær sprautur. Við yfirheyrslu viðurkenndi konan að hafa ætlað að smygla lyfinu og sprautunum inn í fangelsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×