Amen frá Trössum komin út 18. maí 2007 06:00 Þungarokksveitin Trassar hefur gefið út sína fyrstu plötu. Þungarokksveitin Trassar hefur gefið út sína fyrstu plötu, Amen. Trassar var stofnuð fyrir tuttugu árum og telst því vera ein fyrsta þungarokksveit landsins. Eftir fjórtán ára hlé tók sveitin upp þráðinn fyrir sex árum og er afraksturinn nú kominn út. „Þetta er hetjumetall,“ segir gítarleikarinn Björn Þór Jóhannsson og hlær. „Þetta er nokkuð fjölbreytt annars og við spilum það sem okkur finnst flott.“ Trassar tóku þrisvar þátt í Músíktilraunum Tónabæjar á árunum 1989 til 1991 og lenti í öðru sæti 1991 á eftir dauðarokksveitinni Infusoria, sem síðar breytti nafni sínu í Sororicide. Tvö lög á nýju plötunni voru samin rétt eftir að Trassar hættu störfum fyrst og tvö til viðbótar eru gömul. Afgangurinn er splunkunýr og eru textarnir allir á íslensku. Eins og umslag plötunnar gefur til kynna fær Bandaríkjastjórn rækilega á baukinn á plötunni, enda Björn Þór og félagar í Trössum gamlir pönkarar. Þeim til halds og trausts á plötunni voru trommari Ampop, Jón Geir Jóhannsson, og Ólafur Árni Bjarnason óperusöngvari. Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Þungarokksveitin Trassar hefur gefið út sína fyrstu plötu, Amen. Trassar var stofnuð fyrir tuttugu árum og telst því vera ein fyrsta þungarokksveit landsins. Eftir fjórtán ára hlé tók sveitin upp þráðinn fyrir sex árum og er afraksturinn nú kominn út. „Þetta er hetjumetall,“ segir gítarleikarinn Björn Þór Jóhannsson og hlær. „Þetta er nokkuð fjölbreytt annars og við spilum það sem okkur finnst flott.“ Trassar tóku þrisvar þátt í Músíktilraunum Tónabæjar á árunum 1989 til 1991 og lenti í öðru sæti 1991 á eftir dauðarokksveitinni Infusoria, sem síðar breytti nafni sínu í Sororicide. Tvö lög á nýju plötunni voru samin rétt eftir að Trassar hættu störfum fyrst og tvö til viðbótar eru gömul. Afgangurinn er splunkunýr og eru textarnir allir á íslensku. Eins og umslag plötunnar gefur til kynna fær Bandaríkjastjórn rækilega á baukinn á plötunni, enda Björn Þór og félagar í Trössum gamlir pönkarar. Þeim til halds og trausts á plötunni voru trommari Ampop, Jón Geir Jóhannsson, og Ólafur Árni Bjarnason óperusöngvari.
Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira