Kambur hættir útgerð og fiskvinnslu á Flateyri 18. maí 2007 16:09 Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri tilkynntu starfsmönnum sínum í dag þá ákvörðun að hætta útgerð og fiskvinnslu og selja allar eignir félagsins á staðnum. Þetta þýðir að um 120 manns missa vinnuna, þar af 65 manns í landvinnslu.Fram kemur í tilkynningu frá eigendum útgerðarinnar að þeir séu í viðræðum við aðila á norðanverðum Vestfjörðum um sölu á tveimur af fimm bátum þeirra. Það sé eindreginn vilji forsvarsmanna Kambs að aðstoða starfsfólk við að fá vinnu á svæðinu eða annars staðar í landinu.Helstu ástæður þess að starfseminni var hætt eru slök samkeppnisstaða á Vestfjörðum, sérstaklega í landsvinnslu, og hafa skuldir félagsins aukist mikið á síðustu árum. Þá er bent á í tilkynningunni að sterk króna ásamt háum vöxtum hafi leikið útflutningsfyrirtæki grátt.Enn fremur segir í tilkynnningunni að Kambur hafi verið háður leigukvóta í rekstri sínum og þrátt fyrir umtalsverð kaup á varanlegum aflaheimildum hafi fyrirtækið á undanförnum árum leigt þúsundir tonna til þess að tryggja hráefni til vinnslu. Leigukvóti hafi hækkað mjög í verði að undanförnu og sömuleiðis verð á varanlegum aflaheimildum. Fyrirtækið sé því mjög skuldsett.Enn fremur er bent á að flutningskostnaður til Vestfjarða skekki samkeppnisstöðu vestfirskra fyrirtækja. Þá sé erfitt að fá Íslendinga til starfa bæði til sjós og lands.„Það að vera stærsti vinnuveitandi í litlu þorpi er mikið ábyrgðarhlutverk. Það víkur sér enginn undan þeirri ábyrgð meðan stætt er . Sé viðunandi rekstrargrundvöllur ekki til staðar er engum greiði gerður með áframhaldandi rekstri," segir að endingu í tilkynningunni. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri tilkynntu starfsmönnum sínum í dag þá ákvörðun að hætta útgerð og fiskvinnslu og selja allar eignir félagsins á staðnum. Þetta þýðir að um 120 manns missa vinnuna, þar af 65 manns í landvinnslu.Fram kemur í tilkynningu frá eigendum útgerðarinnar að þeir séu í viðræðum við aðila á norðanverðum Vestfjörðum um sölu á tveimur af fimm bátum þeirra. Það sé eindreginn vilji forsvarsmanna Kambs að aðstoða starfsfólk við að fá vinnu á svæðinu eða annars staðar í landinu.Helstu ástæður þess að starfseminni var hætt eru slök samkeppnisstaða á Vestfjörðum, sérstaklega í landsvinnslu, og hafa skuldir félagsins aukist mikið á síðustu árum. Þá er bent á í tilkynningunni að sterk króna ásamt háum vöxtum hafi leikið útflutningsfyrirtæki grátt.Enn fremur segir í tilkynnningunni að Kambur hafi verið háður leigukvóta í rekstri sínum og þrátt fyrir umtalsverð kaup á varanlegum aflaheimildum hafi fyrirtækið á undanförnum árum leigt þúsundir tonna til þess að tryggja hráefni til vinnslu. Leigukvóti hafi hækkað mjög í verði að undanförnu og sömuleiðis verð á varanlegum aflaheimildum. Fyrirtækið sé því mjög skuldsett.Enn fremur er bent á að flutningskostnaður til Vestfjarða skekki samkeppnisstöðu vestfirskra fyrirtækja. Þá sé erfitt að fá Íslendinga til starfa bæði til sjós og lands.„Það að vera stærsti vinnuveitandi í litlu þorpi er mikið ábyrgðarhlutverk. Það víkur sér enginn undan þeirri ábyrgð meðan stætt er . Sé viðunandi rekstrargrundvöllur ekki til staðar er engum greiði gerður með áframhaldandi rekstri," segir að endingu í tilkynningunni.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira