Innlent

Hrakfalladagur í Reykjavík

Það er gott að eiga læknana á slysadeild að. Mynd úr safni.
Það er gott að eiga læknana á slysadeild að. Mynd úr safni. Mynd/ E.ÓL.

Piltur á grunnskólaaldri handleggsbrotnaði þegar hann féll af þaki fyrirtækis í austurborginni í gær. Talið er að pilturinn hafi verið að príla með fyrrgreindum afleiðingum.

Í Kópavogi var annar strákur að ganga ofan á girðingu og missti jafnvægið. Hann lenti illa og var sömuleiðis fluttur á slysadeild en ekki er vitað frekar um meiðsli hans.

Þá var karli á miðjum aldri einnig komið undir læknishendur en sá varð fyrir því óláni við vinnu sína, að á honum lenti stálplata. Við það slasaðist viðkomandi á fæti, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×