Innlent

Morðvopn var keypt án byssuleyfis

Jón Örn Guðbjartsson skrifar

Í framhaldi af skotárásinni í Tuusula í Finnlandi hefur hafist umræða á Netinu um skotvopnaeign á Íslandi.

Fulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Stöð 2 að byssueign á Íslandi sé fráleitt minni en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Byssur í eigu Íslendinga nægja til að vopna alla íbúa Garðabæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar. Ásókn Íslendinga í skotvopn hefur stóraukist að sögn lögreglu. Íslendingar eiga nú yfir fimmtíu þúsund byssur en það samsvarar því að sex einstaklingar séu um hvert skotvopn.

Móðir Stefáns Jónssonar, sem myrtur var með skotvopni í júlí í sumar, fjallar um mál sonar síns á bloggsíðu þar sem kveikjan að umfjölluninni er skotárásin í Finnlandi. Á blogginu sínu segir móðir Stefáns. „Það er kannski eins auðvelt í Finnlandi og í Reykjavík að fá keypt skotvopn, ég ætti líklega ennþá son á lífi ef ekki hefði verið seldur riffill úr verslun hér í Reykjavík í sumar, til manns sem aldrei hafði haft byssuleyfi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×