Annar mannanna tveggja sem lentu í bílveltu á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í gærmorgun liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.
Hann gekkst undir skurðaðgerð skömmu eftir hádegi í gær og er nú haldið sofandi í öndunarvél. Að sögn vakthafandi læknis er hann alvarlega slasaður. Hinn sem var í bílnum meiddist minna og fékk að fara heim í gær. Mennirnir eru báðir á fimmtugsaldri.