Bolað út vegna brúðkaups aldarinnar Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 12. nóvember 2007 15:16 Komið hefur verið upp viðbót við Listasafn Reykjavíkur vegna brúðkaups aldarinnar. MYND/Anton Listamenn sem fyrirhuguðu opnun sýningar á verkum sínum í Grafíksafninu næsta laugardag eru afar ósáttir við að þurfa að fresta sýningunni um viku vegna brúðkaups Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Brúðkaupsveisla parsins verður í Listasafni Reykjavíkur eftir athöfn í Dómkirkjunni 17. nóvember næstkomandi. Komið hefur verið fyrir einhvers konar tjaldi, eða færanlegri byggingu aftan við húsið sem lokar fyrir aðgang að Grafíksafninu. „Maður kemst ekki einu sinni inn til að setja sýninguna upp," segir Pjetur Stefánsson sem hefur unnið að undirbúningi í heilt ár ásamt Þóri Sigmundssyni. „Við vorum búnir að segja fullt af fólki frá sýningunni og boðskortið var komið í prentvélina þegar við fengum skilaboð um að búið væri að tjalda yfir salinn og við gætum ekki sett sýninguna upp vegna brúðkaupsins." Pétur segir að náðst hafi að stöðva prentun boðskortanna á elleftu stundu.Leigja bílaplanið fyrir 400 þúsund Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs sem rekur bílastæðin segist ekki hafa vitað til þess að lokað yrði fyrir innganginn að Grafíksafninu með þessum hætti. Henni þyki miður að svo skuli vera en ákvörðun um tjaldið hafi ekki verið á hennar könnu. Á umræddu svæði séu 15-20 bílastæði sem leigð eru á 1.600 krónur hvert fyrir sólarhringinn. Svæðið er leigt í tvær vikur vegna undirbúnings og frágangs og er heildarleiga því um 400 þúsund krónur fyrir tímabilið.Pjetri og Þór var tilkynnt um fyrirkomulagið af stjórnarmanni Grafíkfélagsins síðastliðinn föstudag. „Það er ekki einungis valtað yfir einstaklinga með þessum hætti, heldu tjaldað yfir okkur líka," segir Pjetur.Hrólfur Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs segir að reynt hafi verið að hafa samstarf og samvinnu við alla sem málið snerti. Honum hafi ekki verið kunnugt um fyrirhugaða sýningu.Kolbrún segir að bílastæði séu leigð út hér og þar um borgina fyrir sérstaka atburði. Hún nefnir sem dæmi lokun vegna Airwaves tónlistarhátíðarinnar sem hafi þó einungis staðið í einn sólarhring.Eftir stendur að Pjetur og Þór þurfa að fresta opnun sýningarinnar um eina viku og verður hún því opnuð 24. nóvember. „Ef ég væri Kjarval þá myndi ég halda sýninguna fyrir utan tjaldið, en ég bíð rólegur og opna viku seinna," segir Pjetur. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Listamenn sem fyrirhuguðu opnun sýningar á verkum sínum í Grafíksafninu næsta laugardag eru afar ósáttir við að þurfa að fresta sýningunni um viku vegna brúðkaups Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Brúðkaupsveisla parsins verður í Listasafni Reykjavíkur eftir athöfn í Dómkirkjunni 17. nóvember næstkomandi. Komið hefur verið fyrir einhvers konar tjaldi, eða færanlegri byggingu aftan við húsið sem lokar fyrir aðgang að Grafíksafninu. „Maður kemst ekki einu sinni inn til að setja sýninguna upp," segir Pjetur Stefánsson sem hefur unnið að undirbúningi í heilt ár ásamt Þóri Sigmundssyni. „Við vorum búnir að segja fullt af fólki frá sýningunni og boðskortið var komið í prentvélina þegar við fengum skilaboð um að búið væri að tjalda yfir salinn og við gætum ekki sett sýninguna upp vegna brúðkaupsins." Pétur segir að náðst hafi að stöðva prentun boðskortanna á elleftu stundu.Leigja bílaplanið fyrir 400 þúsund Kolbrún Jónatansdóttir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs sem rekur bílastæðin segist ekki hafa vitað til þess að lokað yrði fyrir innganginn að Grafíksafninu með þessum hætti. Henni þyki miður að svo skuli vera en ákvörðun um tjaldið hafi ekki verið á hennar könnu. Á umræddu svæði séu 15-20 bílastæði sem leigð eru á 1.600 krónur hvert fyrir sólarhringinn. Svæðið er leigt í tvær vikur vegna undirbúnings og frágangs og er heildarleiga því um 400 þúsund krónur fyrir tímabilið.Pjetri og Þór var tilkynnt um fyrirkomulagið af stjórnarmanni Grafíkfélagsins síðastliðinn föstudag. „Það er ekki einungis valtað yfir einstaklinga með þessum hætti, heldu tjaldað yfir okkur líka," segir Pjetur.Hrólfur Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs segir að reynt hafi verið að hafa samstarf og samvinnu við alla sem málið snerti. Honum hafi ekki verið kunnugt um fyrirhugaða sýningu.Kolbrún segir að bílastæði séu leigð út hér og þar um borgina fyrir sérstaka atburði. Hún nefnir sem dæmi lokun vegna Airwaves tónlistarhátíðarinnar sem hafi þó einungis staðið í einn sólarhring.Eftir stendur að Pjetur og Þór þurfa að fresta opnun sýningarinnar um eina viku og verður hún því opnuð 24. nóvember. „Ef ég væri Kjarval þá myndi ég halda sýninguna fyrir utan tjaldið, en ég bíð rólegur og opna viku seinna," segir Pjetur.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira