Arsenal aftur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2007 19:11 Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki Eduardo. Nordic Photos / Getty Images Arsenal kom sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar á ný með 4-1 sigri á Everton í dag. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í leiknum en þeir Nicklas Bendtner og Mikel Arteta fengu báðir rautt. Bendtner fyrir tvær áminningar en Arteta fékk beint rautt fyrir meint olnbogaskot á Cesc Fabregas. Thomas Gravesen var ekki með Everton vegna hnémeiðsla og Tony Hibbert var kominn í vörn liðsins á nýjan leik. Hjá Arsenal voru þeir Tomas Rosicky og Emmanuel Adebayor á bekknum og fékk Ammanuel Eboue frí. Abou Diaby, Eduardo da Silva og Bendtner voru allir í byrjunarliði Arsenal. Arsenal byrjaði ágætlega og voru þeir Bendtner og Eduardo frískir í framlínunni. En það voru heimamenn í Everton sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Tim Cahill náði að koma boltanum yfir línuna eftir hornspyrnu Mikel Arteta. Boltinn fór reyndar af þeim Bacary Sagna og Bendtner en hafnaði fyrir þeim Cahill og Yakubu og náði sá fyrrnefndi síðustu snertingunni. Skömmu síðar fékk Bendtner gult fyrir klaufalega tæklingu á Joseph Yobo. Um miðbik fyrri hálfleiksins var Everton með undirtökin í leiknum og ekki útlit fyrir að mikið myndi breytast í þeim efnum. Mikil rignign var á Goodison Park og leikmenn gengu ansi blautir til búningsklefa í hálfleik. En eitthvað hafa leikmenn Arsenal hresst sig við í hálfleik því þeir voru ekki lengi að jafna metin. Gael Clichy gaf 50 metra langa sendingu fram á völlinn, Phil Jagielka missti af boltanum og Eduardo náði að afgreiða knöttinn í netið. Eduardo var svo aftur að verki stuttu síðar og kom Arsenal yfir í leiknum. Hann hafði aftur betur í baráttu við Jakielka og skoraði af mikilli yfirvegun. Um miðjan síðari hálfleikinn fékk svo Bendtner annað gult spjald fyrir fólskulegt brot á Andrew Johnson. Hann mátti þakka fyrir að fá ekki beint rautt. Þrátt fyrir þetta náði Arsenal að bæta við tveimur mörkum og voru varamennirnir Adebayor og Rosicky þar að verki undir lok leiksins. Öruggur sigur Arsenal því staðreynd og liðið er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik, með tveggja stiga forystu á Manchester United. Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Arsenal kom sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar á ný með 4-1 sigri á Everton í dag. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í leiknum en þeir Nicklas Bendtner og Mikel Arteta fengu báðir rautt. Bendtner fyrir tvær áminningar en Arteta fékk beint rautt fyrir meint olnbogaskot á Cesc Fabregas. Thomas Gravesen var ekki með Everton vegna hnémeiðsla og Tony Hibbert var kominn í vörn liðsins á nýjan leik. Hjá Arsenal voru þeir Tomas Rosicky og Emmanuel Adebayor á bekknum og fékk Ammanuel Eboue frí. Abou Diaby, Eduardo da Silva og Bendtner voru allir í byrjunarliði Arsenal. Arsenal byrjaði ágætlega og voru þeir Bendtner og Eduardo frískir í framlínunni. En það voru heimamenn í Everton sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Tim Cahill náði að koma boltanum yfir línuna eftir hornspyrnu Mikel Arteta. Boltinn fór reyndar af þeim Bacary Sagna og Bendtner en hafnaði fyrir þeim Cahill og Yakubu og náði sá fyrrnefndi síðustu snertingunni. Skömmu síðar fékk Bendtner gult fyrir klaufalega tæklingu á Joseph Yobo. Um miðbik fyrri hálfleiksins var Everton með undirtökin í leiknum og ekki útlit fyrir að mikið myndi breytast í þeim efnum. Mikil rignign var á Goodison Park og leikmenn gengu ansi blautir til búningsklefa í hálfleik. En eitthvað hafa leikmenn Arsenal hresst sig við í hálfleik því þeir voru ekki lengi að jafna metin. Gael Clichy gaf 50 metra langa sendingu fram á völlinn, Phil Jagielka missti af boltanum og Eduardo náði að afgreiða knöttinn í netið. Eduardo var svo aftur að verki stuttu síðar og kom Arsenal yfir í leiknum. Hann hafði aftur betur í baráttu við Jakielka og skoraði af mikilli yfirvegun. Um miðjan síðari hálfleikinn fékk svo Bendtner annað gult spjald fyrir fólskulegt brot á Andrew Johnson. Hann mátti þakka fyrir að fá ekki beint rautt. Þrátt fyrir þetta náði Arsenal að bæta við tveimur mörkum og voru varamennirnir Adebayor og Rosicky þar að verki undir lok leiksins. Öruggur sigur Arsenal því staðreynd og liðið er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik, með tveggja stiga forystu á Manchester United.
Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira