Arsenal aftur á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2007 19:11 Leikmenn Arsenal fagna jöfnunarmarki Eduardo. Nordic Photos / Getty Images Arsenal kom sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar á ný með 4-1 sigri á Everton í dag. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í leiknum en þeir Nicklas Bendtner og Mikel Arteta fengu báðir rautt. Bendtner fyrir tvær áminningar en Arteta fékk beint rautt fyrir meint olnbogaskot á Cesc Fabregas. Thomas Gravesen var ekki með Everton vegna hnémeiðsla og Tony Hibbert var kominn í vörn liðsins á nýjan leik. Hjá Arsenal voru þeir Tomas Rosicky og Emmanuel Adebayor á bekknum og fékk Ammanuel Eboue frí. Abou Diaby, Eduardo da Silva og Bendtner voru allir í byrjunarliði Arsenal. Arsenal byrjaði ágætlega og voru þeir Bendtner og Eduardo frískir í framlínunni. En það voru heimamenn í Everton sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Tim Cahill náði að koma boltanum yfir línuna eftir hornspyrnu Mikel Arteta. Boltinn fór reyndar af þeim Bacary Sagna og Bendtner en hafnaði fyrir þeim Cahill og Yakubu og náði sá fyrrnefndi síðustu snertingunni. Skömmu síðar fékk Bendtner gult fyrir klaufalega tæklingu á Joseph Yobo. Um miðbik fyrri hálfleiksins var Everton með undirtökin í leiknum og ekki útlit fyrir að mikið myndi breytast í þeim efnum. Mikil rignign var á Goodison Park og leikmenn gengu ansi blautir til búningsklefa í hálfleik. En eitthvað hafa leikmenn Arsenal hresst sig við í hálfleik því þeir voru ekki lengi að jafna metin. Gael Clichy gaf 50 metra langa sendingu fram á völlinn, Phil Jagielka missti af boltanum og Eduardo náði að afgreiða knöttinn í netið. Eduardo var svo aftur að verki stuttu síðar og kom Arsenal yfir í leiknum. Hann hafði aftur betur í baráttu við Jakielka og skoraði af mikilli yfirvegun. Um miðjan síðari hálfleikinn fékk svo Bendtner annað gult spjald fyrir fólskulegt brot á Andrew Johnson. Hann mátti þakka fyrir að fá ekki beint rautt. Þrátt fyrir þetta náði Arsenal að bæta við tveimur mörkum og voru varamennirnir Adebayor og Rosicky þar að verki undir lok leiksins. Öruggur sigur Arsenal því staðreynd og liðið er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik, með tveggja stiga forystu á Manchester United. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira
Arsenal kom sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar á ný með 4-1 sigri á Everton í dag. Tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í leiknum en þeir Nicklas Bendtner og Mikel Arteta fengu báðir rautt. Bendtner fyrir tvær áminningar en Arteta fékk beint rautt fyrir meint olnbogaskot á Cesc Fabregas. Thomas Gravesen var ekki með Everton vegna hnémeiðsla og Tony Hibbert var kominn í vörn liðsins á nýjan leik. Hjá Arsenal voru þeir Tomas Rosicky og Emmanuel Adebayor á bekknum og fékk Ammanuel Eboue frí. Abou Diaby, Eduardo da Silva og Bendtner voru allir í byrjunarliði Arsenal. Arsenal byrjaði ágætlega og voru þeir Bendtner og Eduardo frískir í framlínunni. En það voru heimamenn í Everton sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Tim Cahill náði að koma boltanum yfir línuna eftir hornspyrnu Mikel Arteta. Boltinn fór reyndar af þeim Bacary Sagna og Bendtner en hafnaði fyrir þeim Cahill og Yakubu og náði sá fyrrnefndi síðustu snertingunni. Skömmu síðar fékk Bendtner gult fyrir klaufalega tæklingu á Joseph Yobo. Um miðbik fyrri hálfleiksins var Everton með undirtökin í leiknum og ekki útlit fyrir að mikið myndi breytast í þeim efnum. Mikil rignign var á Goodison Park og leikmenn gengu ansi blautir til búningsklefa í hálfleik. En eitthvað hafa leikmenn Arsenal hresst sig við í hálfleik því þeir voru ekki lengi að jafna metin. Gael Clichy gaf 50 metra langa sendingu fram á völlinn, Phil Jagielka missti af boltanum og Eduardo náði að afgreiða knöttinn í netið. Eduardo var svo aftur að verki stuttu síðar og kom Arsenal yfir í leiknum. Hann hafði aftur betur í baráttu við Jakielka og skoraði af mikilli yfirvegun. Um miðjan síðari hálfleikinn fékk svo Bendtner annað gult spjald fyrir fólskulegt brot á Andrew Johnson. Hann mátti þakka fyrir að fá ekki beint rautt. Þrátt fyrir þetta náði Arsenal að bæta við tveimur mörkum og voru varamennirnir Adebayor og Rosicky þar að verki undir lok leiksins. Öruggur sigur Arsenal því staðreynd og liðið er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik, með tveggja stiga forystu á Manchester United.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Sjá meira