Innlent

Fíkniefni, hnífar og þýfi í húsi í Kópavogi

Lögreglan fann talvert magn af fíkniefnum, lyfjum og hnífum við húsleit í Kópavogi í gærdag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þrír karlar og ein kona, öll á þrítugsaldri, hafi verið handtekin við húsleitina. Við húsleitina fundust jafnframt munir sem taldir eru vera þýfi. Lögregla leitaði í húsinu eftir að hún hafði fundi fíknefni við það. Auk þessa fann lögregla fíkniefni við húsleit í íbúð í Breiðholti í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×