Innlent

Skynsamlegt og ábyrgt að fresta skattalækkunum

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir að það sé skynsamlegt og ábyrgt að fresta skattalækkunum við núverandi aðstæður í efnahagslífinu.

Kveðið er á um skattalækkanir í stjórnarsáttmálanum en þar er ekki neinar ákveðnar tímasetningar að finna. "Einn angi af áformum ríkisstjórnarinnar þar er að hækka skattleysismörkin," segir Björgvin í samtali við Vísi. "Ég reikna fastlega með að þau áform verði rædd í tengslum við komandi kjarasamningaviðræður."

Björgvin segir að eitt af höfuðmarkmiðum stjórnarinnar nú sé að ná jafnvægi í efnahagsmálum og því hafi stórum framkvæmdum eins og t.d. Sundabraut verið skotið á frest. "Við ætlum okkur að ná Þessu jafnvægi strax á næsta ári," segir Björgvin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×