Lyf ekki eins og hver önnur vara 30. nóvember 2007 15:31 Unnur Björgvinsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. MYND/Völundur Lyfjafræðingafélag Íslands geldur varhug við hugmyndum sem viðraðar hafa verið á síðustu dögum um að sala lausasölulyfja verði heimiluð í almennum verslunum. Með því sé horft fram hjá öryggissjónarmiðum því lyf séu ekki eins og hver önnur vara. Unnur Björgvinsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, undrast umræðu síðustu daga um breytingar á lagaumhverfi lyfjaverslunar í því augnamiði að lækka lyfjaverð. Með því að leggja til að farið verði að selja lausasölulyf í verslunum sé horft fram hjá öryggissjónarmiðum varðandi lyf. „Þetta er ekki eins og hver önnur vara og það er ástæða fyrir því að lyfjalög voru sett. Það er afar mikilvægt að fólk fái leiðbeiningar um hvernig nota eigi lyf rétt," segir Unnur. Með því að leyfa lyfjasölu í almennum verslunum aukist líkurnar á lyf séu notuð á rangan hátt og í röngu magni. Bendir Unnur á að aðeins þurfi 20 töflur af parasetamóli til þess að eyðileggja lifrina. Unnur segir að danska lyfjafræðingafélagið hafi vaxandi áhyggjur af sölu lyfja í almennum verslunum en þar hefur slík sala verið heimiluð í sex ár. „Við fáum fréttir frá þeim af aukinni notkun verkjalyfja hjá börnum og unglingum, lyfjum sem geta verið hættuleg heilsunni ef þau eru ekki notuð rétt," segir Unnur. Í tilkynningu frá Lyfjafræðingafélaginu er bent á að á þessum sex árum hafi innlagir barna á sjúkrahús í Danmörku vegna parasetamól- og acetýlsalisýlsýrueitrunar meira en tvöfaldast. Unnur spyr enn fremur hvert sé markmið umræðunnar. Um það hafi verið rætt að undanförnu að fækka þurfi apótekum í landinu til þess að draga úr dreifingarkostnaði og lækka þannig lyfjaverð. „Nú er hins vegar talað um að það eigi að fjölga sölustöðunum og þá eykst dreifingarkostnaðurinn og þá teljum við að lyfjaverð muni hækka," segir Unnur. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Lyfjafræðingafélag Íslands geldur varhug við hugmyndum sem viðraðar hafa verið á síðustu dögum um að sala lausasölulyfja verði heimiluð í almennum verslunum. Með því sé horft fram hjá öryggissjónarmiðum því lyf séu ekki eins og hver önnur vara. Unnur Björgvinsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, undrast umræðu síðustu daga um breytingar á lagaumhverfi lyfjaverslunar í því augnamiði að lækka lyfjaverð. Með því að leggja til að farið verði að selja lausasölulyf í verslunum sé horft fram hjá öryggissjónarmiðum varðandi lyf. „Þetta er ekki eins og hver önnur vara og það er ástæða fyrir því að lyfjalög voru sett. Það er afar mikilvægt að fólk fái leiðbeiningar um hvernig nota eigi lyf rétt," segir Unnur. Með því að leyfa lyfjasölu í almennum verslunum aukist líkurnar á lyf séu notuð á rangan hátt og í röngu magni. Bendir Unnur á að aðeins þurfi 20 töflur af parasetamóli til þess að eyðileggja lifrina. Unnur segir að danska lyfjafræðingafélagið hafi vaxandi áhyggjur af sölu lyfja í almennum verslunum en þar hefur slík sala verið heimiluð í sex ár. „Við fáum fréttir frá þeim af aukinni notkun verkjalyfja hjá börnum og unglingum, lyfjum sem geta verið hættuleg heilsunni ef þau eru ekki notuð rétt," segir Unnur. Í tilkynningu frá Lyfjafræðingafélaginu er bent á að á þessum sex árum hafi innlagir barna á sjúkrahús í Danmörku vegna parasetamól- og acetýlsalisýlsýrueitrunar meira en tvöfaldast. Unnur spyr enn fremur hvert sé markmið umræðunnar. Um það hafi verið rætt að undanförnu að fækka þurfi apótekum í landinu til þess að draga úr dreifingarkostnaði og lækka þannig lyfjaverð. „Nú er hins vegar talað um að það eigi að fjölga sölustöðunum og þá eykst dreifingarkostnaðurinn og þá teljum við að lyfjaverð muni hækka," segir Unnur.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira