Innlent

Orrustuþotu komið í var

Mynd/kefairport.is

Starfsmenn Flugmálastjórnarinnar Keflavíkurflugvelli hafa flutt bandaríska orrustuþotu af stalli sínum í fyrrum varnarliðsbænum, sem nú nefnist Vallarheiði, í skýli á Keflavíkurflugvelli. Þotan er minnismerki um veru varnarliðsins hér á landi en hún er af gerðinni F-4 Phantom og var notuð hér á landi til lotfvarna á árunum 1973 - 1985.

„Þotur af þessari gerð flugu reglulega í veg fyrir sovéskar herflugvélar sem lögðu leið sína inn á loftvarnasvæði landsins. Byggðasafni Reykjanesbæjar var falin þotan til varðveislu við brottför varnarliðsins sem vísir að væntanlegu minjasafni um starfsemina á Keflavíkurflugvelli," segir í tilkynningu frá Flugmálastjórninni á Keflavíkurflugvelli.

Þotan mun hafa legið undir skemmdum á stalli sínum og því var hún flutt með aðstoð kranabíl til geymslu í einu þotuflugskýlinu á Keflavíkurflugvelli „þar til viðeigandi húsnæði er fundið fyrir væntanlegt safn," segir í tilkynningu Flugmálastjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×