Innlent

Samkomulag um áframhaldandi stækkun Glerártorgs

Vinna við stækkun Glerártorgs var stöðvuð fyrr í vikunni vegna deilna Akureyrarbæjar og Svefns og heilsu.
Vinna við stækkun Glerártorgs var stöðvuð fyrr í vikunni vegna deilna Akureyrarbæjar og Svefns og heilsu. MYND/Stöð 2

Akureyrarbær hefur náð samkomulagi við eigendur Svefns og heilsu um útgáfu bygginarleyfis vegna stækkunar á verslunarmiðstöðinni Glerártorgi.

Framkvæmdir við verslunarmiðstöðina voru stöðvaðar á þriðjudag eftir að úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hafði komist að því að Svefn og heilsa ætti enn óbein eignarréttindi í lóðinni þar sem framkvæmdirnar fara fram. Því var byggingarleyfið fellt út gildi á meðan leitað var sátta í málinu.

Þær hafa nú náðst og hefur Svefn og heilsa fallist á að Akureyrarbær fái umráðarétt yfir þessum eignaréttindum en Akureyrarbær hafði lagt fram eignarnámskröfu vegna málsins. Hefur bærinn nú afturkallað beiðni til matsnefndar eignarnámsbóta vegna málsins eftir því sem segir í tilkynningu frá bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×