Innlent

Ekki víst hvort olíuþjófurinn verði áfram sveitarstjóri

Breki Logason skrifar
Brynjólfur Árnason sveitarstjóri í Grímsey.
Brynjólfur Árnason sveitarstjóri í Grímsey.

„Ég hef nú bara ekkert um þetta að segja, það eru allir eyðilagðir yfir þessu máli," segir Alfreð Garðarson sveitarstjórnarmaður í Grímsey að spurður um olíumálið er snertir sveitarstjóra Grímseyjar.

Brynjólfur Árnason sveitarstjóri hefur játaði fyrir dómi að hafa stolið 12.900 lítrum af olíu. Olíuna notaði hann til þess að kynda upp hús sitt og versluna sína Grímskjör. Brynjólfur var umboðsmaður Olíudreifingar ehf á því tímabili sem hann stal olíunni. Í gær var hann síðan dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir athæfið.

Alfreð segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort Brynjólfur sitji áfram enda hafi sveitarstjórnin ekkert komið saman. Í stjórninni eru auk Brynjólfs tveir menn en Alfreð segir þá ætla að hittast eftir helgi. „Málið er bara frosið núna og ég ætla ekkert að segja neitt fyrr en við höfum hist."

Ekki hefur náðst í Brynjólf vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×