Innlent

Kristilegt siðgæði mikilvægt í augum margra foreldra

Kristilegt siðgæði er mikilvægt í grunnskólum. Þetta er mat þeirra foreldra sem fréttastofan tók tali í dag.

Í nýju frumvarpi menntamálaráðherra til laga um grunnskóla er gert ráð fyrir að ekki verði lengur talað um að kristilegt siðgæði móti starfshætti í skólum. Í stað þess er talað um að starfshættirnir skólanna mótist af umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þeir foreldrar sem fréttastofa Stöðvar 2 tók tali í dag sögðu kristilegt siðgæði mikilvægt og vildu sjá það áfram í skólunum í einhverri mynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×