Innlent

Þúsundir krefjast þess að kennslukonan verði líflátin

Mannfjöldinn krafðist þess að Gibbons verði skotin.
Mannfjöldinn krafðist þess að Gibbons verði skotin. MYND/AFP

Þúsundir hafa mótmælt á götum úti í Kartúm, höfuðborg Súdans í dag. Fólkið krefst þess að dómur yfir Giallian Gibbons, breskri kennslukonu sem leyfði nemendum sínum að skýra leikfangabangsa Múhameð, verði þyngdur. Gibbons var dæmd í fimmtán daga fangelsi auk þess sem henni verður vísað úr landi. Margir mótmælendanna krefjast hins vegar líflátsdóms yfir konunni.

Mannfjöldinn safnaðist saman á Píslarvættartorginu fyrir framan forsetahöllina í landinu og voru margir vopnaðir kylfum og hnífum, að því er fréttamaður Sky fréttastofunnar greinir frá. Slagorð á borð við „niður með Bretland" og „skjótum hana" hafa hljómað á torginu í dag. Bresk stjórnvöld hafa mótmælt dómnum yfir Gibbons og talsmaður utanríkisráðuneytisins breska segir að um miskilning hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×