Innlent

Engin byssa í kjölfar Kompásþáttar

Breki Logason skrifar
Ekkert hefur komið inn af óskráðum skotvopnum eftir Kompás þátt í vikunni.
Ekkert hefur komið inn af óskráðum skotvopnum eftir Kompás þátt í vikunni.

„Það hefur bara ekkert komið inn til okkar," segir Hörður Jóhannesson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En í fréttaskýringaþættinum Kompás á þriðjudaginn var fólk hvatt til þess að skila inn byssum sem ekki væru í notkun.

Í þættinum kom fram að mikið af skotvopnum væru óskráð og lægju til að mynda í geymslum og gerðu lítið annað en að safna ryki. Þar kom einnig fram að fólki væri frjálst að skila inn skotvopnum en lögreglan sér um að farga þeim. Þrátt fyrir þessa áskorun virðist ekkert hafa komið inn til lögreglunnar.

Fólk er engu að síður hvatt til þess að koma skotvopnum sem ekki eru í notkun til lögreglunnar. Einnig er hægt að skrá óskráð skotvopn hjá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×