Innlent

Skeiðaþjófur dæmdur í héraðsdómi

Kona sem stal skeiðum, ausum og gestabók í tveimur verslunum í borginni hefur verið dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Meðal þess sem hún stal var hungangskeið, kaffimælaskeið og tvær ísskeiðar auk tapaspartýskeiða. Konan játaði þjófnaðinn en hún hafði áður verið dæmd fyrir þjófnarðarbrot og var henni því ákveðinn hegningarauki.

Héraðsdómur dæmdi svo aðra konu í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa meðal annars stolið fartölvu, snyrtivörum og smokkum í tveimur verslunum á höfuðborgarsvæðinu fyrr á þessu ári. Konan játaði brotin greiðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×